fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Morgunblaðið efast um aðgerðir sóttvarnarlæknis – „Er víst að það sé áhættunnar virði?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. mars 2020 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er ekki varúðin mikilvægari?“ er yfirskrift leiðara Morgunblaðsins í dag, hvar höfundur fjallar um ákvörðun yfirvalda um að halda skólum gangandi:

Landlæknir og sóttvarnalæknir leggja nokkuð á sig þessa dagana til að koma börnum í skóla“ segir leiðarahöfundur og spyr síðan hvort þetta geti talist skynsamlegt:

„Þeir sem fengu bréfið hljóta að velta því fyrir sér hvers vegna þeim sem eru í forystu fyrir sóttvörnum er svo í mun að börn hópist saman og séu í návígi hvert við annað og kennara sína á þessum veirutímum. Minnka líkur á að smit dreifist með því að börn fari í skóla? Varla.“

Skrifari nefnir að sonur forsætisráðherra hafi farið í sóttkví þar sem smit hafi komið upp hjá kennara á skóla hans:

„Augljóst er af slíkum viðbrögðum við smiti starfsmanns í skóla að hætta getur verið á að smit berist þegar skólar eru starfræktir í miðjum veirufaraldri. Og til hvers? Vissulega þurfa börn að sækja skóla, en stafar námi þeirra mikil hætta af því þó að skólasókn, sem hvort eð er hefur verið stytt verulega, sé slegið á frest í fáeinar vikur og meiri áhersla lögð á heimanámið þann tíma?“

spyr leiðarahöfundur og setur endapunktinn með þessum orðum:

„Nú má vera að það sleppi að láta börn sækja skóla við þessar aðstæður, en er víst að það sé áhættunnar virði?“

Mikilvægt að sækja skóla

Stjórnvöld hafa hvatt börn til skólagöngu, þar sem námið sé mikilvægt, sem og virknin og aðhaldið sem fylgir skólagöngu. Þá séu líkur á smiti frá ungum börnum minni en hjá fullorðnum og því ekki tilefni til að loka skólum.

Er þetta ítrekað í bréfi til skólastjóra í fyrradag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum