fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

RÚV birti mynd úr tölvuleik við frétt um harmleik: „Vel spilað RÚV“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 26. september 2017 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttastofa RÚV gerði þau mistök á dögunum að birta mynd úr tölvuleiknum GTA 4 við frétt sem fjallaði um harmleik í Tennessee. Tölvuleikurinn er þekktur fyrir góða grafík en þó ætti að vera augljóst að ekki sé um mynd úr raunveruleikanum að ræða.

Fréttin sem birtist á vef RÚV rétt fyrir klukkan sjö að kvöldi síðastliðinn sunnudag fjallaði um skotárás við kirkju í Tennessee. Ein kona var skotin til bana og sjö særðust í árásinni sem átti sér stað í bænum Antioch í nágrenni við Nashville. Myndin sem fylgdi fréttinni sýnir lögreglubíl merktan borginni Liberty City, en sú borg er sögusvið tölvuleiksins.

Athygli var vakin á þessum mistökum RÚV innan Facebook-hópsins PS4 í gær. „Ekki vissi ég að Liberty City væri undir skotárás, það kemur mjög svo á óvart… svona miðað við að myndin við þessa frétt er úr GTA. Vel spilað RÚV… vel spilað,“ segir sá sem deildi fréttinni innan hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns