fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Rosita sakar RÚV um rasisma: „Er RÚV alveg sama um mig af því að ég er ættuð frá Kína?“

Eigandi Sjanghæ á Akureyri ætlar að stefna RÚV

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 25. september 2017 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rosita YuFan Zhang, eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, segir að 30. ágúst síðastliðinn hafi verið myrkur í dag í lífi sínu og fjölskyldu sinnar. Þá birti RÚV frétt um veitingastaðinn sem reyndist röng í megin dráttum. Rosita hyggst stefna RÚV vegna fréttarinnar.

Svo lýsir Rosita sinni upplifun af fréttamanni RÚV og svæðisstjóra RÚV á Akureyri, Sunnu Valgerðardóttur: „Eftir að átta ára dóttir mín hafði lokið þátttöku við setningarhátíð tónlistarskólans, sem haldin var í Hofi, héldum við á veitingastað þar sem við ætluðum að snæða kvöldverð. Þegar við komum voru fréttamenn RÚV mættir, á háannatíma um kvöldmatarleytið, með myndavélar og án þess að gera nokkuð boð á undan sér, með myndavélarnar fyrir framan gestina og tóku myndir af kínversku matreiðslumönnunum. Þá var tækjabúnaði stillt upp fyrir framan veitingastaðinn og frétt um að ég væri grunuð um mansal send út í beinni útsendingu til allra landsmanna.“

Faldi sig og hágrét

Rosita segir að dóttir sín hafi falið sig inni á veitingastaðnum þar sem hágrét. „Dóttir mín var með mér og varð vitni af því þegar móðir hennar var króuð af af fréttamönnum, svo hún faldi sig inni á veitingastaðnum hágrátandi. Þessi framkoma og fréttaflutningur virkaði eins og hnífur sem beitt var á fjölskyldu mína. Fréttamenn RÚV eiga að leita sannleikans og hafa réttlæti að leiðarljósi í sinni vinnu, í stað þess að valda saklausu fólki skaða!,“ segir Rosita.

Hún spyr hvers vegna hún hafi ekki fengið tilkynningu um að RÚV hygðist mæta á staðinn. „Af hverju fékk ég enga tilkynningu fyrirfram og var matreiðslumönnunum sýnd virðing við þessa framkvæmd? Voru þeir spurðir hvort mætti taka myndir af þeim og sýna í sjónvarpinu? Þar sem ég fékk enga tilkynningu fyrirfram þá gafst mér ekki einu sinni tækifæri til að forða barninu frá atburðinum. Barnið mitt er átta ára! Hún skilur ekki hvað var að gerast, og enginn í fjölskyldunni skilur heldur hvers vegna þið gerðuð þetta. Ég, ásamt allri fjölskyldunni, erum gjörsamlega orðlaus!,“ segir Rosita.

„Hvað í ósköpunum hef ég gert rangt?“

Rosita segir að fréttin hafi haft mikil áhrif á rekstur veitingastaðarins. „Í fjölmiðlum er fjallað um raunverulega atburði. Fréttamenn þurfa að viðhafa fagleg vinnubrögð á siðferðilegum grunni. Þessu vörpuðuð þið öllu fyrir róða, enga virðingu var að finna, né nokkur samkennd. Öll framkoma fréttamanna var með ólíkindum og farið var með ósannindi og móðgandi ummæli í fréttatímann til að auka áhorfið. Þetta er með ólíkindum! Daginn eftir að fréttin var flutt kom ekki nokkur maður á veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri!! Áhrif þessarar fréttar á orðspor veitingastaðarins, míns og annarra fyrirtækja í minni eigu, ásamt fjölskyldu minnar allrar, er mikið og særandi,“ segir Rosita.

Rosita segir að dóttir sín hafi ekki treyst sér í að fara í skólann næstu daga eftir fréttina. „Dóttir okkar fékk mikið áfall, grét í sífellu og þorði ekki í skólann, fékk háan hita og kvef og spurði mig í sífellu hvort lögreglan væri að koma og setja mömmu í fangelsi! Ég vil spyrja RÚV: Hvað í ósköpunum hef ég gert rangt?,“ spyr Rosita.

Rosita bendir á að hún telji sig fyrst og fremst íslenska enda ríkisborgari hér: „Ég hef búið á Íslandi í 20 ár og langt er síðan ég gerðist íslenskur ríkisborgari. Eiginmaður minn er íslenskur, dóttir mín er bæði af kínversku og íslensku bergi brotin. Ég hef lengi litið á sjálfa mig sem Íslending, og kom því á óvart þegar ég var kölluð kínverskur eigandi veitingastaðar. Er þá sama hvað maður leggur sig fram, þá verður alltaf litið á mann sem útlending? Gæti þetta ekki sært þá innflytjendur sem hafa reynt að leggja hart að sér fyrir Íslands hönd?“

Logið fyrir framan landsmenn

Hún spyr hvort RÚV hafi ekki glatað hluta þess trausts sem landsmenn hafa til fréttastofunnar: „Þegar forseti Bandaríkjanna hefur rangt við, á hann það til að biðja allan heiminn afsökunar. En þegar fréttamaður RÚV fer með hverja kolröngu staðhæfinguna af annarri frammi fyrir alþjóð, þá er mér spurn hvaða öfl standa að baki því sem hann var að gera, eða hún réttara sagt.

„Er RÚV alveg sama um mig af því að ég er ættuð frá Kína eða hvað veldur því að fréttakonan geti flutt svona fréttir án þess að svo mikið sem hika, og beinlínis logið framan í landsmenn? Þó svo að áhrifamesti fjölmiðill landsins níðist á mér, þessari örsmáu persónu, gerir það kannski ekki mikið til. En landsmenn treysta því sem kemur fram á RÚV og trúa því sem sagt er af fréttamönnum RÚV. Svo þarf ég að berjast fyrir því að koma sannleikanum á framfæri svo við fjölskyldan getum farið út úr húsi meðal fólks. Mun fólk bera sama traust til RÚV eftir þennan atburð?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik