fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Farþegi kom í veg fyrir stórslys

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. september 2017 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnstu mátti muna að mjög illa færi þegar bílstjóri rútu einnar, með tuttugu og tvo um borð, féll í yfirlið undir stýri.
Atvikið átti sér stað í austurrísku Ölpunum um helgina og geta farþegar þakkað 65 ára frönskum ferðamanni fyrir að ekki fór verr. Að því er BBC greinir frá leið yfir bílstjóra rútunnar, sem er 76 ára, á mjög hættulegum vegarkafla í Ölpunum.

Franski ferðamaðurinn sat framarlega í rútunni og hann stökk til þegar rútan var á leið út af veginum og náði að bremsa. Rútan endaði á öryggisgrind og staðnæmdist, en ljóst má vera að hefði rútan verið á meiri ferð hefði grindin gefið sig og rútan steypst niður mikinn bratta.

„Við vorum hársbreidd frá stórslysi,“ segir austurrískur lögreglumaður í samtali við AFP-fréttastofuna og bætir við að það sé í raun stórkostleg heppni að franski ferðamaðurinn hafi náð að stíga á bremsuna í tæka tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik