fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
433Sport

Segja Bödda Löpp í landsliðshópnum gegn Rúmeníu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jagiellonia Białystok í Póllandi segir að vinstri bakvörðurinn, Böðvar Böðvarsson sé í landsliðshópi Íslands í umspilinu um laust sæti á EM.

Um er að ræða leik gegn Rúmeníu þann 26 mars, vinnist sigur þar fer liðið í úrslitaleik gegn Búlgaríu eða Ungverjalandi.

Erik Hamren hefur ekki valið leikmannahóp sinn og því koma tíðindin frá Jagiellonia Białystok á óvart.

Líklegast er að Böðvar sé í 30 manna hópi sem Hamren og félagar þurfa að skila inn áður en endanlegur 23 manna hópur er valinn. Það þarf því ekki að vera að Böðvar verði í lokahópnum en hann hefur ekki verið í náðinni hjá Hamren og kæmi val hans á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Guðmundur fer ítarlega yfir skiptin upp á Skaga og fyrstu dagana – „Sé því ekkert til fyrirstöðu að við getum ráðist á allt og alla“

Guðmundur fer ítarlega yfir skiptin upp á Skaga og fyrstu dagana – „Sé því ekkert til fyrirstöðu að við getum ráðist á allt og alla“
433Sport
Í gær

Gjörbreytt staða Mainoo og má búast við að viðræður hefjist brátt

Gjörbreytt staða Mainoo og má búast við að viðræður hefjist brátt