fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Eyjan

Getur verið ?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 10:53

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Fram er nú komið að áhrifamikli hæstaréttardómarinn hafi tapað að minnsta kosti um átta milljónum króna í hruninu.

Getur verið að hann hafi þá orðið reiður og viljað ná sér niðri á þeim sem hann taldi bera ábyrgðina á þessu tapi?

Getur verið að hann hafi ákveðið sjálfur að setjast sem dómari í mál þeirra sem hann átti viðskiptin við til þess að geta hefnt sín á þeim?

Getur verið að hann hafi þá talið að enginn myndi frétta um þetta framferði hans?

Getur verið að hann hafi staðið fyrir þeirri „lögskýringu“ Hæstaréttar að refsa fyrir auðgunarbrot án þess að auðgunartilgangur hefði sannast?

Getur verið að hinum dómurunum hafi verið svo mikið í mun að þóknast honum, að þeir hafi fylgt honum til þessara verka, þó að þeim hafi verið ljóst að ekki voru uppfyllt lagaskilyrði til þess?

Getur verið að fjöldi manna hafi orðið að sæta sviptingu á frelsi sínu á framangreindum grundvelli og því hafi heilu fjölskyldurnar verið sviptar lífshamingju sinni?

Getur verið að hann hafi staðið fyrir því að undanþiggja sjálfan sig þegar settar voru reglur um birtingu upplýsinga um fjártjón dómaranna í hruninu?

Getur verið að hann hafi tekið ákvörðun um að segja starfi sínu lausu til að forða því að verða vikið úr embætti, þegar ljóst yrði hvernig hann hefði hagað sér?

Getur verið að við hin ættum bara að láta sem þetta komi okkur ekki við?

Ég veit auðvitað ekkert um þetta og spyr því bara.

Sjá einnig: Viðar tekinn fyrir af Mannréttindadómstólnum – „Ekki vex álit íslenzks réttarfars við þennan dóm“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020