fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Sjáðu tillögurnar sem eiga að leysa vanda bráðamóttökunnar – Hámarksbiðtími verði sex klukkutímar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átakshópur sem fjallað hefur um lausnir á þeim vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans hefur lagt fram skýrslu með 11 tillögum um aðgerðir sem forgangsraðað er eftir mikilvægi. Voru þær kynntar á blaðamannafundi í gær.

Fram kom hjá Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að fyrsta tillaga átakshópsins hefði verið rædd og samþykkt formlega á fundi hans með framkvæmdastjórn spítalans í morgun. Í henni felst að tekin hefur verið stefnumarkandi ákvörðun af hálfu Landspítala um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfa innlögn, flytjist á viðeigandi legudeildir sem fyrst. Til að fylgja þessari ákvörðun eftir mun Landspítali gera verk- og tímaáætlun, þ.m.t. áhættumat.

Gera skal ráð fyrir að sjúklingar bíð ekki innlagnar lengur en í tiltekinn tíma, að hámarki 6 klukkustundir frá komu og að útfærslan feli í sér fyrst um sinn tiltekinn hámarksfjölda sjúklinga sem bíða eftir innlögn.

Tillögur átakshópsins eru eftirfarandi, raðað í forgangsröð:

  1. Forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala taki þegar í stað stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku spítalans sem þurfa innlögn flytjist á viðeigandi legudeildir sem fyrst. Ákvörðunin verði sett í forgang á Landspítala þannig að viðeigandi legudeildir spítalans vinni að því að koma henni í framkvæmd.
  2. Forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala taki ákvörðun um að gerð verði verk- og tímaáætlun, þ.m.t. áhættumat, vegna hinnar stefnumarkandi ákvörðunar. Gera skal ráð fyrir að sjúklingar bíði ekki innlagnar lengur en í tiltekinn tíma, að hámarki 6 klukkustundir frá komu, og að útfærslan feli í sér fyrst um sinn tiltekinn hámarksfjölda sjúklinga sem bíða eftir innlögn. Verk- og tímaáætlunin verði tilbúin fyrir 1. apríl 2020.
  3. Forstjóri og framkvæmdastjórn taki ákvörðun um að gerð verði verk- og tímaáætlun til langs tíma sem hafi það markmið að vandinn skapist ekki aftur á bráðamóttöku Landspítala. Verk- og tímaáætlunin verði tilbúin fyrir 15. apríl 2020.
  4. Landspítali stofni þróunarteymi um það hvernig þjónustu við aldraða sé best fyrir komið í framtíðinni og útbúi jafnframt verk- og tímaáætlun vegna samvinnu við veitendur heilbrigðisþjónustu utan Landspítala. Í verk- og tímaáætluninni komi fram hvernig unnt sé að þróa þjónustu við aldraða sem eru með fjölþættan heilsuvanda. Hér er um mjög mikilvægt langtímaverkefni að ræða. 5. Heilbrigðisþjónusta heim – sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað. Þjónustan komi til framkvæmda 1. júní 2020.
  5. Hafist verði handa við endurskipulagningu á færni- og heilsumati þegar í stað. Hinn 1. september 2020 verði byrjað að nota mælitækið RAI Home Care og 1. desember 2020 verði byrjað að nota mælitækið InterRAI-Contact Assessment.
  6. Auka ber líknarþjónustu við aldraða. Komi til framkvæmda eigi síðar en 1. september 2020.
  7. Heilbrigðisþjónusta heim – kannað verði hvort þörf sé á auknum læknisfræðilegum stuðningi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við heimahjúkrun í Reykjavík. Verði gert sem fyrst.
  8. Auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. Fari í samningsmarkmið heilbrigðisráðuneytisins fyrir samning Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflutninga fyrir 1. júlí 2020. 10. Styrkja vegvísun í heilbrigðiskerfinu – tilvísana- og ráðgjafamiðstöð Landspítala stofnuð. Komi til framkvæmda 1. september 2020. 11. Styrkja vegvísun í heilbrigðiskerfinu – Heilsuvera sjái um netspjall og símsvörun í símanúmerinu 1700. Komi til framkvæmda 1. september 2020.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum