fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 22:00

Það væri ekki amalegt að eiga nokkrar svona. Mynd:G4S

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski vogunarsjóðurinn Bridgewater Associates spáir því að verð á gulli geti hækkað um allt að 30 prósent. Það myndi þá fara upp fyrir 2.000 dollara á únsu. Ástæðan er stefna margra seðlabanka og stjórnmálaleg óvissa.

Bridgewater Associates er stærsti vogunarsjóður heims en hann er með rúmlega 160 milljarða dollara í fjárvörslu. Financial Times hefur eftir Greg Jensen, fjárfestingastjóra hjá sjóðnum, að fjárfestar muni líklega leita í auknum mæli í gull vegna stefnu margra seðlabanka og óvissu í stjórnmálum.

Sjóðurinn telur að bandaríski seðlabankinn muni ekki kippa sér upp við að verðbólgan fari yfir tvö prósent um hríð en 2 prósent er viðmið bankans. Einnig muni minni hagvöxtur í Bandaríkjunum auka enn á bilið á milli ríkra og fátækra. Þess utan muni spenna í samskiptum Bandaríkjanna við Kína annars vegar og Íran hins vegar hafa áhrif.

Verð á gulli er nú um 1.550 dollarar á únsu og hefur hækkað um 20 prósent á einu ári. Hæsta gullverð sögunnar náðist síðsumar 2011 en þá kostaði únsan rúmlega 1.900 dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið