fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Vill hækka bjórverð til að auka framlög til háskóla

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. janúar 2020 20:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í New York ræða nú lagafrumvarp um tvöföldun opinberra gjalda á bjór í ríkinu. Frumvarpið virðist njóta góðs stuðnings en samkvæmt því á að nota hluta af hinu hækkaða gjaldi til að auka fjárframlög til háskóla í ríkinu.

Bloomberg skýrir frá þessu. Það er demókratinn Harvey Epstein sem lagði frumvarpið fram. Hann telur að þetta geti skipt miklu máli fyrir fjárhag háskólanna. Ef frumvarpið verður samþykkt munu opinber gjöld á bjór hækka um 50 milljónir dollara á ári.

Epstein telur að hægt sé að nota þessa peninga til að brúa það bil sem er á milli þess kostnaðar sem fylgir því að stunda háskólanám og þess sem íbúar ríkisins hafa efni á.

En það þarf kannski ekki að koma á óvart að samtök bjórframleiðenda í ríkinu eru á móti frumvarpinu og telja að það muni koma niður á vexti greinarinnar. Nú eru opinber gjöld á bjór í New York 14 cent á hvert gallon (um 3, 8 lítrar).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát