fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Hörmungarástand í Venesúela: Dýrum stolið úr dýragarði og þau borðuð

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 18. ágúst 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Venesúela rannsaka nú þjófnað á dýrum úr dýragarði í Zulia-héraði í vesturhluta landsins. Lögreglu grunar að dýrunum hafi verið stolið áður en þau voru borðuð. Efnahagsástand Venesúela er afar slæmt og þurfa margir íbúa að hafa mikið fyrir því að nálgast mat og aðrar nauðsynjar.

Vefútgáfa breska blaðsins The Guardian fjallar um þetta og hefur eftir lögreglu að tveimur pekkarísvínum, sem svipar til villisvína, hafi verið stolið úr Zulia Metropolitan-dýragarðinum, nærri landamærum Kólumbíu, um helgina.

„Okkur grunar að þau hafi verið tekin til að verða borðuð,“ segir Luis Morales, fulltrúi lögreglunnar á svæðinu.

Sem fyrr segir er efnahagsástand landsins afar bágborið og er matarskortur í landinu mikill. Dæmi eru um að íbúar leiti eftir mat í ruslagámum og á ruslahaugum. Nicolas Maduro, forseti landsins, hefur kennt stjórnarandstöðunni og mótmælum um ástandið í landinu og þá hafi yfirvöld í Washington horn í síðu stjórnvalda í Venesúela.

Leonardo Nunez, forsvarsmaður umrædds dýragarðs, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dýrum er stolið úr garðinum. Á undanförnum vikum hafi um tíu skepnur horfið, þar á meðal vísundur sem var drepinn í garðinum og sundurlimaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
FréttirPressan
Í gær

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla

Lögregla kölluð út vegna varðelds í garði – Reyndist vera tveir einstaklingar með kattareyru að grilla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí

Manndráp í Kiðjabergi: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt til 10. maí
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki

Skýr skilaboð frá „Hakkavélinni“ – Þetta dugir ekki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“