fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Puma sagt byrjað að hanna nýjar treyjur Íslands: Þetta eru litirnir sem unnið er út frá

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. desember 2019 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera orðið nokkuð ljóst að KSÍ sé að ganga frá samningum við Puma, um að fara yfir í treyjur frá þeim. Landsliðið hefur um langt skeið verið í treyjum frá Errea.

Ekki er ljóst hvort Puma treyjurnar verði teknar í notkun fyrir sumarið, þar sem Ísland gæti tekið þátt á EM í fótbolta. Samningurinn við Errea ku renna út þegar mótið er í gangi.

Erlendir fjölmiðlar fjalla um málið og segja að treyjan sem Puma sé að hanna verði ekki með jafn sterkum bláum lit og síðasta treyja Errea, talað er um að liturinn sé kallaður „Electric Blue Lemonade“ og má sjá hann hér að neðan, eftir á að hanna treyjuna sjálfa.

Sagt er að treyjurnar séu hannaðar þannig að þær tengist náttúru Íslands. ,,Ísland er þekkt fyrir magnað landslag, þar sem eldur og ís mætast. Treyjan mun tengjast því,“ sagði heimildarmaður FootyHeadlines.com.

Þá er fullyrt að varabúningurinn verði áfram hvítur eins og síðustu ár. Taka skal fram að þetta eru ekki treyjurnar sem Ísland mun leika í, en litir þeirra eru sagðir vera á þessa leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Í gær

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands