fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Þvottadagur eftir Jónas Reyni: Ruslabílar, þvottavél og ástarsorg

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 18. desember 2019 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðabókin Þvottadagur er fimmta skáldverk Jónasar á innan við þremur árum. Þetta stórtæka skáld er ein af frambærilegustu röddum samtímans og ber Þvottadagur skýr merki fágun og skemmtilegan stíl höfundar. Fyrir ljóðabókina Stór olíuskip hlaut Jónas Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Hann hefur einnig gefið út ljóðabókina Leiðarvísir um þorp og skáldsögurnar Millilendingu og Krossfiska.

Þvottadagur er svona eins og Á tali með Hemmi Gunn, hún er með eitthvað fyrir alla. Ást, ástarsorg, trega, gleði, ljóðrænu, léttleika og húmor, alvörugefni og spennu. Hér birtist höfuðborgin úr hugarfylgsnum ungs reykvísks skálds sem fléttar saman augnablikið þegar parið hættir saman, ruslabílarnir skafa rusl næturinnar af götum borgarinnar og þegar ljóðmælandi þarf að setja í vél.

Ljóðin innihalda frábærlega meitlaðar myndlíkingar sem bera endurtekið fyrir augu, tengja þannig ljóð bókarinnar saman og mynda heildstætt ljóðasafn. Þó má einnig taka niður í bókina hvar sem er og lesa á hverri blaðsíðu eitt heilsteypt ljóð.

Óvæntar tengingar og myndlíkingar eins og:

„það er verið að sýna þögla kvikmynd
í glugganum á kaffihúsinu
borgarlíf í móðu er titillinn…“

er hvarvetna að finna í Þvottadegi.

Þvottadagur er í senn eitt augnablik, einn dagur og eitt ár. Það hefst á þvottavélinni og endar á gamlárskvöldi þegar talið er niður frá tíu þar sem „…tveir hlýir líkamar undir svörtu teppi“ skilja lesandann eftir í lausu lofti, sem er notalegt og uggandi á sama tíma.

Höfundur: Jónas Reynir Gunnarsson

Útgefandi: Páskaeyjan

54 blaðsíður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Í gær

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi