fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Ók upp á hringtorg og velti bílnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2019 08:54

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílvelta varð á Njarðvíkurvegi í Reykjanesbæ í fyrradag. Aðdragandinn var sá að bifreið var ekið upp á hringtorg og hafnaði hún á stóru grjóti, sem er á því miðju, með þeim afleiðingum að hún valt. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til öryggis.

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Önnur bílvelta varð í vikunni á Reykjanesbraut vestan við Vogaveg. Ökumaður hugðist taka fram úr annarri bifreið en missti stjórn á sinni eigin í hálku og því fór sem fór. Hann var einnig fluttur á HSS en meiðsl hans ekki alvarleg.

Þá hafnaði bifreið úti í hrauni eftir að ökumaður hafði misst stjórn á henni í krapa á Grindavíkurvegi.

Fleiri árekstrar og umferðaróhöpp hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni en engin meiri háttar meiðsl á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns