fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Sérfræðingar vara foreldra við mögulegri dauðagildru

Barnalæknir vonar að púðarnir geri foreldra hrædda

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flotpúðar fyrir börn gera mig dauðhrædda og ég vona að þeir hræði líka foreldra,“ segir Kyran Quinlan, aðstoðarprófessor í barnalækningum við Rush University Medical Center og fyrrverandi stjórnarformaður samtaka barnalækna í Bandaríkjunum.

Svokallaðir flotpúðar, sem settir eru utan um háls barna til að halda þeim á floti í vatni, virðast njóta vaxandi vinsælda. Quinlan og fleiri til vara hins vegar við notkun slíkra púða því þeir geta verið hættulegir ef loft byrjar að leka úr þeim.

„Hér er um hugsanlega dauðagildru að ræða. Það er hræðilegt að hugsa til þess að einn illa þéttur saumur geti orðið þess valdandi að barnið þitt fari á kaf,“ segir Kyran við breska blaðið Independent.

Í frétt Independent kemur fram að þessir púðar njóti vaxandi vinsælda og margir foreldrar hafi birt myndir á samfélagsmiðlum af börnum sínum með þá. Einhverjum þyki þeir sniðugir því foreldrar þurfi ekki að halda í börn sín eða fara ofan í sundlaugina með þeim. Að gera slíkt getur þó reynst stórhættulegt því börn geti drukknað á örskotsstund.

Kaylë Burgham, hjá samtökum sundkennara í Bretlandi, segir að flotpúðar eins og þessi séu ekki það sem börn vilja eða þurfa. Mikilvægt sé að veita börnum öryggi í sundi og kynna þau fyrir vatninu í afslöppuðu, öruggu og skemmtilegu umhverfi. Fleiri samtök hafa látið sig málið varða, þar á meðal eru samtökin Birthlight sem vara við notkun púðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik