fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fókus

Samtökin Zebrabörn stofnuð

Styrkja börn með meðfædda ónæmisgalla

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Eva Guðbjargardóttir Thapa og Silja Rut Sigurjónsdóttir stofnuðu samtökin Zebrabörn. Samtökin eru lítil deild innan samtakanna Lindar, félags um meðfædda ónæmisgalla. Og nú eru komnar í sölu gullfallegar zebramyndir, teiknaðar af Bergrúnu Írisi, og rennur ágóði af sölu myndanna óskertur til Zebrabarna.

„Við Silja eigum báðar börn sem eru með meðfædda ónæmisgalla,“ segir Þórunn Eva. „Samtökin Zebrabörn eru sérstaklega tileinkuð börnum sem fæðast með ónæmisgalla. Að eiga langveikt barn hefur veruleg áhrif á líf allra í fjölskyldunni, en við reynum að eiga eins eðlilegt fjölskyldulíf og hægt er. Það getur þó verið erfitt þegar maður er minntur á veikindin daglega. Það er eiginlega ekki hægt að vera í vinnu, en ríkið er lítið sem ekkert að aðstoða fjölskyldur. Það er erfitt að ganga í gegnum lyfjagjafir, spítalaferðir og veikindi sem fylgja því að eiga langveik börn og við vildum því leggja okkar af mörkum til að létta undir með og aðstoða börnin og foreldra þeirra.“

Þær hófu vinnu við herferðina í maí síðastliðnum og nýlega leit afraksturinn dagsins ljós í boði sem haldið var í Bílaumboðinu Öskju, gullfallegar zebramyndir í A5 stærð, teiknaðar af Bergrúnu Írisi Ævarsdóttur.

„Herferðin er okkur hjartans mál, enda varð hún til vegna barnanna okkar. Sem foreldrar gerum við allt sem við mögulega getum fyrir börnin okkar, því þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Við erum glaðar og lífshamingjan alltaf stutt undan og við munum halda ótrauðar áfram,“ segir Þórunn Eva.

Þess má einnig geta að Jón Sverrir, 13 ára gamall sonur Þórunnar, ætlar að hlaupa til styrktar Einstökum börnum í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst næstkomandi.

Ágóði myndanna rennur óskertur til Zebrabarna, en tilgangur þeirra er að fjármagna fræðslu í þágu sjúkdómsins.

Facebooksíða Zebrabarna

Jón Sverrir afhendir Sölku Sól fyrstu myndina fyrir hönd Zebrabarna.
Fékk fyrstu myndina Jón Sverrir afhendir Sölku Sól fyrstu myndina fyrir hönd Zebrabarna.
Þórunn Eva, til vinstri, ásamt vinkonu sinni, Hrafnhildi Tyrfingsdóttur, og syni hennar, Vikari Loga.
Annar stofnenda Zebrabarna Þórunn Eva, til vinstri, ásamt vinkonu sinni, Hrafnhildi Tyrfingsdóttur, og syni hennar, Vikari Loga.
Þórey Gunnarsdóttir og Tinna Freysdóttir, eigendur Fagurkerar.is, mættu og styrktu Zebrabörn.
Flottir fagurkerar Þórey Gunnarsdóttir og Tinna Freysdóttir, eigendur Fagurkerar.is, mættu og styrktu Zebrabörn.
Á dögunum var haldið boð í Bílaumboðinu Öskju til heiðurs samtökunum og voru stjörnur á borð við Sölku Sól á staðnum ásamt þekktum snöppurum og einstaklingum. Myndirnar voru til sölu og boðið upp á veitingar.
Askja hélt boð Á dögunum var haldið boð í Bílaumboðinu Öskju til heiðurs samtökunum og voru stjörnur á borð við Sölku Sól á staðnum ásamt þekktum snöppurum og einstaklingum. Myndirnar voru til sölu og boðið upp á veitingar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið

Forstjóri Astronomer settur í leyfi eftir Coldplay-hneykslið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu

Kornið sem fyllti mælinn og gerði út um vináttu Gwyneth Paltrow og Madonnu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði

Jennifer Lopez svarar aðdáanda eftir fjóra skilnaði
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 6 dögum

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar
Fókus
Fyrir 1 viku

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 1 viku

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga