fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

RÚV slúðrar um leynilistann sinn – Þetta eru þeir sem eru orðaðir við stöðuna – Þjóðþekktir einstaklingar á listanum

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsóknarfrestur um starf útvarpsstjóra rennur út á mánudaginn. Athygli hefur vakið að listi yfir umsækjendur var ekki birtur en ráðningarfyrirtækið Capacent er sagt hafa lagt þetta til með því markmiði að auka möguleika á betri umsækjendum.

„Þessi ákvörðun stjórnar RÚV er í skásta falli heimskuleg en jaðrar þó líklega frekar við að vera hreint hneyksli. Staða útvarpsstjóra er þeirrar gerðar að um hana, og þá sem sækja um hana, getur ekki og má ekki ríkja nein leynd,“ sagði Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, eftir að hann frétti að listinn yfir umsækjendur yrði ekki birtur.

Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, tók við sem starfandi útvarpsstjóri eftir að Magnús Geir Þórðarsson var skipaður sem Þjóðleikhússtjóri. Margrét segist hins vegar ekki ætla að sækja um: „Ég hef verið afskaplega ánægð í mínu starfi hér hjá RÚV sem skrifstofustjóri og lögfræðingur RÚV og er stolt af því að hafa fengið að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað undanfarin ár en það liggur hins vegar alveg fyrir að ég mun ekki sækja um starf útvarpsstjóra,“ sagði Margrét í samtali við RÚV.

Þó svo að RÚV hafi ákveðið að birta ekki listann þá birti miðillinn slúðurfrétt um listann sinn í dag. Í fréttinni kemur fram hverjir hafa verið orðaðir við stöðu útvarpsstjóra og eru margir þjóðþekktir einstaklingar á listanum.

Listinn yfir mögulega umsækjendur

Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er segist ætla að sækja um stöðuna en það segir einnig Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrum þingmaður Vinstri grænna og umhverfisráðherra.

Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, segist vera að íhuga að sækja um. Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, hefur einnig verið orðaður við stöðuna en hann segist ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um hvort hann ætli að sækja um.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um málið. Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, er í sömu stöðu. Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa tekið sér afstöðu um málið að svo stöddu. Þó er enn tími til stefnu en umsækjendur geta sótt um fram á mánudag.

Nokkur sem hafa verið orðuð við stöðuna vildu ekki tjá sig um málið við fréttastofu RÚV. Það voru þau Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri Iceland travel og fyrrverandi yfirmaður sjónvarpssviðs Sýnar, Liv Bergþórsdóttir, fyrrum forstjóri NOVA, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrum forsetaframbjóðandi.

Meðal þeirra nafna sem einnig hafa komið upp í umræðunni um næsta útvarpsstjóra eru þau Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum, Stefán Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Sýnar, og Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og framkvæmdastjóri miðla Sýnar. Fréttastofa RÚV náði þó ekki tali af þeim við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum