fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Styrmir: „Hvar er stjórnarandstaðan?“ – Minnist ekkert á Miðflokkinn

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 17:00

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skýtur föstum skotum á stjórnarandstöðuna á bloggi sínu sem ber heitið Hvar er stjórnarandstaðan? og spyr fyrir hvað hún eiginlega standi, en almennt þykir hún ekki hafa verið áberandi það sem af er kjörtímabili og ríkisstjórnin hefur þótt siglt nokkuð lygnan sjó það sem af er:

„Eitt af því, sem einkennir pólitískar umræður líðandi stundar er hvað lítið fer fyrir helztu stjórnarandstöðuflokkum. Hver eru helztu stefnumál Samfylkingar um þessar mundir? Sennilega ber þar helzt að nefna ójöfnuð en sá málflutningur er ekki trúverðugur af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess, að forverar flokksins, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, áttu mestan þátt í að skapa hann með ákvörðun ríkisstjórnar þeirra og Framsóknarflokks 1990 um frjálst framsal kvótans án þess að taka upp auðlindagjald um leið. Þá urðu fyrstu milljarðamæringarnir til á Íslandi. Hins vegar vegna stuðnings jafnaðarmanna bæði hér og annars staðar við alþjóðavæðingu, sem er helzta undirrót ójafnaðar á heimsvísu.“

Þá spyr Styrmir um stefnumál Viðreisnar og Pírata:

„Veit Viðreisn hver hún er? Hver eru stefnumál hennar fyrir utan aðild að ESB? Það er orðið ómögulegt að átta sig á hver stefnumál Pírata eru. Einu sinni mátti líta svo á að þar væri beint lýðræði efst á blaði en framganga þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur bendir ekki til þess.“

Styrmir hrósar hinsvegar Flokki fólksins:

„Flokkur fólks hefur sérstöðu. Inga Sæland hefur veitt þjóðfélagshópum, sem ekki áttu sér lengur málsvara á Alþingi rödd á þeim vettvangi, sem er mjög mikilvægt. Það eru fleiri en stjórnarflokkarnir, sem þurfa að hugsa sinn gang.“

Hvað um Miðflokkinn?

Athygli vekur að Styrmir minnist ekkert á Miðflokkinn, næst stærsta flokkinn á þingi, ef miðað er við síðustu fylgiskannanir. Styrmir hefur þótt hallur undir stefnu Miðflokksinns, ekki síst þegar kemur að þriðja orkupakkanum, sem hann var alfarið á móti. Styrmir hefur verið gagnrýninn á sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn, líkt og Davíð Oddsson, núverandi ritstjóri Morgunblaðsins.

Má því segja að þögn Styrmis um Miðflokkinn sé æpandi, í gagnrýni sinni á stjórnarandstöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum