Manuela Ósk Harðardóttir athafnakona
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Manuela Ósk Harðardóttir athafnakona
219.618 kr. á mánuði
Fegurðardrottningin, fyrirsætan og athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir, hefur heldur betur slegið í gegn á Snapchat. Þúsundir fylgjast með daglegu lífi hennar í gegnum samfélagsmiðilinn á degi hverjum.
Hún segir að lykillinn að því að vera góður snappari sé að fara „í karakter“ og stíga reglulega út fyrir þægindarammann. Manuela, sem er tveggja barna móðir, er búsett í Los Angeles þar sem hún leggur stund á nám við Fashion Institute of Design and Merchandising og vinnur að gráðu í samfélagsmiðlun.
Þá er Manuela framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe.