fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Jón L. Árnason sigraði með glæsibrag á minningarmóti Jóhönnu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 10. júlí 2017 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón L. Árnason vann stórglæsilegan sigur á minningarmóti Jóhönnu Kristjónsdóttur á skákhátíð Hróksins í Árneshreppi nú um helgina. Jón lagði alla andstæðinga sína og fékk 8 vinninga af 8 mögulegum. Jóhann Hjartarson, nýkrýndur Norðurlandameistari, varð annar með 7 vinninga, og í 3.-4. sæti urðu Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson og Eiríkur K. Björnsson.

Mótið var tileinkað minningu Jóhönnu, sem lést 11. maí sl. Hún var einn ötulasti liðsmaður Hróksins og með sterk tengsl við Árneshrepp. Tækifærið var að sjálfsögðu notað og safnað fyrir Fatimusjóðinn, en í gegnum hann safnaði Jóhanna milljónatugum gegnum árin í þágu barna og nauðstaddra í Miðausturlöndum og Afríku.

Skákhátíðin hófst á föstudaginn og komu um fimmtíu gestir úr öllum áttum til að vera með í veislunni. Heiðursgestir voru Harald Bianco, skólastjóri í Kuummiut, og fjölskylda hans, en Harald hefur um árabil verið helsta hjálparhella Hróksliða við að útbreiða skák á Grænlandi.

Jón L. Árnason, lengst til vinstri, og glaðir þátttakendur í skákveislu á Ströndum.
Jón L. Árnason, lengst til vinstri, og glaðir þátttakendur í skákveislu á Ströndum.

Minningarmót Jóhönnu, sem haldið var í félagsheimilinu í Trékyllisvík var bráðskemmtilegt og fjölmargir fylgdust með tilþrifum meistaranna.

Snemma var ljóst að Jón L. Árnason, heimsmeistari sveina fyrir fjórum áratugum, var maður dagins. Hann vann flestar skákir sínar af öryggi og lenti aldrei í taphættu. Alls voru keppendur á mótinu um þrjátíu og komu sumir um langan veg, til að spreyta sig gegn meisturunum og harðsnúnum fulltrúum heimamanna.

Í kjölfar mótsins var efnt til glæsilegs hátíðarkvöldverðar, þar sem verðlaun og viðurkenningar voru veittar.

Grænlenskur dans og gamanmál í Trékyllisvík.
Grænlenskur dans og gamanmál í Trékyllisvík.

Verðlaunagripurinn var enginn venjulegur bikar, heldur útskorinn rekaviðardrumbur eftir Guðjón Kristinsson frá Dröngum.

Þá hannaði Valgeir Benediktsson handverksmaður í Kört minjagrip hátíðarinnar, sem aðeins var framleiddur í 20 eintökum.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson, ásamt Jóhönnu Engilráð og Arneyju, sem útdeildu verðlaunum og viðurkenningum.
Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson, ásamt Jóhönnu Engilráð og Arneyju, sem útdeildu verðlaunum og viðurkenningum.

Norðurlandameistarinn Lenka Ptacnikova varð efst kvenna, en það var sérlega ánægjulegt að margar bestu skákkonur Íslands tóku þátt í mótinu.

Hátíðin hófst á föstudaginn með tvískákarmóti, en þar eru tveir saman í liði. Sigurvegarar voru Róbert Lagerman og Kormákur Bragason.

Hrafn Jökulsson ásamt Harald Bianco og fjölskyldu, en þau voru heiðursgestir skákhátíðar Hróksins í Árneshreppi.
Hrafn Jökulsson ásamt Harald Bianco og fjölskyldu, en þau voru heiðursgestir skákhátíðar Hróksins í Árneshreppi.

Lokapunktur skákhátíðar í Árneshreppi 2017 var hraðskákmót í Kaffi Norðurfirði á sunnudag. Þar sýndi Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson klærnar og sigraði með fullu húsi, fékk 6 vinninga í jafnmörgum skákum. Jóhann Hjartarson varð í 2. sæti en þau Kristinn Jens Sigurþórsson og Lenka urðu í 3.-4. sæti.

Jóhanna Engilráð lék fyrsta leikinn á minningamóti ömmu sinnar, fyrir Adam Omarsson gegn Guðlaugu U. Þorsteinsdóttur.
Jóhanna Engilráð lék fyrsta leikinn á minningamóti ömmu sinnar, fyrir Adam Omarsson gegn Guðlaugu U. Þorsteinsdóttur.
Allir voru sigurvegarar á minningamóti Jóhönnu Kristjónsdóttur.
Allir voru sigurvegarar á minningamóti Jóhönnu Kristjónsdóttur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“