fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Heiðar kemur olíu til varnar og segir notkun hennar hafa „dregið stórkostlega úr mengun, slysum og sjúkdómum“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 14. júlí 2017 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, áður Heiðar Már, heldur því fram í Fréttablaðinu í dag að olíu- og gasnotkun hafi bæði stórbætt lífskjör almennings og hafi raunar dregið stórkostlega dregið úr mengun á heimsvísu. Með grein sinni er Heiðar að bregðast við pistli Hildar Knútsdóttur sem gagnrýndi á dögunum harðlega olíuleit Heiðars á Drekasvæðinu.

Hildur nefndi í pistli sínum sjö ástæður fyrir því að olíuvinnsla við Ísland væri ekki góð hugmynd. Þar á meðal nefndi hún áhrif olíuvinnslu á loftslagsbreytingar og að olíuleki frá borholu á Drekasvæðinu gæti haft hrikalegar afleiðingar fyrir Ísland. Hún benti ennfremur á að brennsla á olíu valdi súrnun sjávar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„En sannleikurinn er auðvitað sá að stærsta framlag Íslendinga í baráttunni fyrir betri heimi gæti einfaldlega verið að hverfa frá áformum um olíuvinnslu og láta olíuna sem kann að leynast á Drekasvæðinu vera. Það er það eina siðferðilega rétta í stöðunni og besta leiðin fyrir okkur að „hjálpa umheiminum“. En Heiðar Guðjónsson talar ekki um siðferði eða réttlæti. Nei, Heiðar er að tala um hagnað. Hann er að tala um peninga,“ skrifaði Hildur.

Pistill Heiðars nefnist Staðreyndir fyrir Hildi Knútsdóttur og nefnir hann fimm punkta. Í fyrsta lagi segir hann lífskjör Íslendinga hafi batnað í kjölfar olíualdarinnar. „Lífskjör almennings hafa aldrei batnað jafn hratt og eftir að olíuöldin hófst eftir miðja 19. öld. Ísland er skýrasta dæmið í þeim efnum. Vegna samgöngubyltingar alfarið í krafti olíu hafa lífsskilyrði þar færst frá að vera ein lökustu í Evrópu í fremstu röð. Notkun Íslendinga á olíu mun aukast með tíðari flug- og skipaferðum. Þeir flutningar eru hagkvæmir, stytta núverandi leiðir og minnka þannig mengun á heildina litið,“ skrifar Heiðar.

Hann segir enn fremur að helsti mengunarvaldur sé kol en ekki olía: „2) Olía og gas hafa komið í stað brennslu á viði, kolum, taði og öðru og þannig dregið stórkostlega úr mengun, slysum og sjúkdómum. 3) Parísarsáttmálinn segir ekki að láta beri olíu- og gaslindir óhreyfðar. Hann hvetur hins vegar til þess að mest mengandi kolefnin (lesist: kol) skuli ekki unnin heldur þau skaðminni (olía og gas).“

Heiðar segir að lokum að öll rök mæli með því að olía og gas verði unnið við Ísland. „Hvergi í heiminum hefur reynst farsælla að vinna orku en í norðri. Olíuvinnsla við Ísland verður ávallt öruggari en þar sem öryggis- og eftirlitsleysi ríkir. Íslendingar nota meiri olíu miðað við höfðatölu en Bandaríkjamenn. Olíuvinnsla hér við land yki sjálfbærni Íslendinga til mikilla muna. Öll rök, siðferðileg, umhverfisleg og efnahagsleg mæla með að olía og gas verði unnið við Ísland,“ skrifar Heiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi