fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Erla íhugaði sjálfsvíg vegna endaþarmssigs: „Ég er týnd og sé ekkert nema svartnættið“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef umræðan um endaþarmssig hefði verið á yfirborðinu þá hefði ég vitað meira eftir fæðinguna og hverjir möguleikar mínir á lagfæringu væru. Af hverju er ekki talað um sigið í mæðraskoðun á meðgöngu eða eftir fæðingu? Það er alltaf talað um grindarbotnsæfingar en það er ekki athugað eftir fæðingu hvort skaði hafi orðið og því þurfa konur eins og í mínu tilfelli að þjást í langan tíma áður en þær leita sér hjálpar,“ segir Erla Kolbrún Óskarsdóttir í nýjasta tölublaðið Vikunnar.

Erla Kolbrún þjáist af endaþarmssigi í kjölfar læknamistaka árið 2012 og vill hún opna á umræðu um þann kvilla. „Við ykkur sem haldið að þið séuð með sig, farið til læknis og fáið ráð. Það er engin skömm að tala um þessi vandamál,“ segir Erla í viðtalinu. Hún segist vonast innilega að hún hún nái einn daginn bata. „Ég þrái ekkert heitar en að ná bata og finna sjálfa mig aftur, ég er týnd og sé ekkert nema svartnættið,“ segir Erla Kolbrún.

Erla Kolbrún var í ítarlegu viðtali við Bleikt í nóvember í fyrra en þarf greindi hún frá því að hún hafi íhugað sjálfsvíg vegna endaþarmssigs. „Þegar ég er sem verst get ég ekki andað fyrir verkjum. Tilfinningin er eins og barn sé að koma út úr mér – eins og höfuðið sé í leggöngunum. Ég fæ hræðilega rembingsþörf og get varla lýst verkjunum. Stundum lendi ég í að komast ekki lengra, þá verð ég að fara á bráðamóttöku og fá hjálp,“ sagði Erla Kolbrún í því viðtali.

Erla Kolbrún var greindi hana með endaþarmssig í kjölfar fæðingar seinni dóttur sinnar. Læknir sagði henni að hún yrði að láta laga það í aðgerð. Hún ákvað að fara frekar í aðgerð á Akranesi, þar sem nánast enginn biðlisti var, í stað þess að bíða eftir að komast að á Landspítalanum. Það áttu eftir að vera dýrkeypt mistök.

„Þegar ég vaknaði úr svæfingunni leið mér eins og væri verið að drepa mig – eins og einhver væri að hjakka með hnífi í grindarholinu á mér. Ég gargaði og öskraði. Mér var gefið lyf í æð og sofnaði aftur. Eftir það vaknaði ég rólegri, en verkurinn var þarna ennþá. Hryllilegur rófubeinsverkur. Mér var sagt að læknirinn væri alveg að koma – og enginn skildi hvers vegna ég lét svona. Eymsl eftir aðgerðina eru algeng – en þetta var allt annað en eymsli. Tíminn leið og ég var komin grátandi í fósturstellingu og grúfði mig ofan í kodda,“ lýsti Erla Kolbrún.

Hún sagði að nokkrum mánuðum síðar hafi hún verið búin að fá nóg og skipulagt sjálfsvíg sitt. Hún hafði endalausar birgðir af lyfjum þar sem hún starfaði sem lyfjatæknir. „Ég sat svo á rúmstokki yngri dóttur minnar, og var í raun að kveðja hana, þegar maðurinn minn kom að mér. Hann var farið að gruna að ekki væri allt með felldu, og þarna fékk hann það staðfest. Við töluðum saman langt fram eftir nóttu og ég sagði honum allt. Morguninn eftir fór hann í vinnu og tók öll lyfin með sér,“ sagði Erla Kolbrún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun