fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Lögreglan varar við „vingjarnlegum, erlendum sölumönnum“

Auður Ösp
Mánudaginn 17. júlí 2017 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ítreka varnaðarorð sín til þeirra sem íhuga að eiga viðskipti við vingjarnlega, erlenda sölumenn sem bjóða vandaðan fatnað til sölu á mjög hagstæðu verði, en grunur leikur á að varningurinn sé ekki í þeim gæðaflokki sem fullyrt er.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæði að fyrr í dag hafi maður leitað til lögreglu og sagði hannfarir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við tvo erlenda menn, en þeir seldu honum nokkra jakka eftir að hafa tekið hann fyrst tali á bifreiðastæði við banka í austurborginni.

Grunur leikur á að flíkurnar sem maðurinn keypti séu ekki í þeim gæðaflokki sem um var talað. Sölumennirnir eru sjálfir jakkafataklæddir og koma vel fyrir og virðast eiga auðvelt með að blekkja fólk, en málið frá því fyrr í dag er ekki það eina sem hefur ratað á borð lögreglu.

Þá er fólk beðið um að láta lögreglu vita ef það sér til umræddra sölumanna, sem sagðir eru vera á ljósgrárri bifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“