fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Frosnar prinsessur fjölga mannkyninu

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 9. júlí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Disney-myndin Frozen, eða Frosin, sem fjallaði um dramatíska sögu systranna konungbornu Elsu og Önnu, fór sigurför um heiminn árið 2013 og ráðgert er að framhald muni líta dagsins ljós á næstu árum. Svo skemmtilega vill til að leikkonurnar, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, sem fóru með hlutverk systranna í íslensku talsetningunni, eiga báðar von á barni síðar á árinu. Samkvæmt nokkuð traustum heimildum DV komu frosnir fósturvísar ekki við sögu heldur voru börnin getin með náttúrulegum hætti.

Ágústa Eva, sem lætur sífellt meira til sín taka sem söngkona, á von á sér í nóvember. Ítarlega hefur verið fjallað um samband hennar við verðandi barnsföður, Aron Pálmason, sem að öðrum ólöstuðum er einn dáðasti íþróttamaður landsins. Parið hefur ekki gefið út opinberlega hvort von sé á dreng eða stúlku.
Leiklistarneminn Þórdís Björk á von á sér í október og ber dreng undir belti. Barnsfaðir hennar er tónlistarmaðurinn góðkunni, Logi Pedro Stefánsson. Þau voru í sambandi til margra ára en upp úr því slitnaði rétt áður en hinn duldi ávöxtur ástarinnar kom í ljós. Skjötuhjúin hafa þó ekki farið leynt með að þau eru samstiga í meðgöngunni.

Þórdís hefur getið sér gott orð í talsetningu á auglýsingum og sjónvarpsefni. Hennar stærsta hlutverk fyrir utan Önnu prinsessu er eflaust rödd Poppí í Tröllunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““