fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Freyr Alexanders ræðir allt um erfitt verkefni Íslands: ,,Orðinn leiðinlegur vani og maður setur ekki orkuna í það“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, undirbýr sig nú fyrir verkefni gegn Tyrkjum og Moldóva.

Við ræddum við Frey um verkefnin sem eru á dagskrá en vonir Íslands um að enda í öðru sæti riðilsins eru veikar.

Ísland þarf að vinna sterkt lið Tyrklands á útivelli og treysta svo á að Tyrkir vinni ekki Andorra.

Freyr viðurkennir að margir leikmenn Íslands séu að vonum svartsýnir en að trúin komi þegar nær dregur.

,,Svona fyrirfram í undirbúningi verkefnisins þá get ég alveg trúað því að þessi tilfinning sé hjá öllum. Ég held að þegar menn komi saman og sjái staðreyndirnar, að þeir unnu Andorra 1-0 á heimavelli og við höfum sjálfir farið upp í fjöllin og spilað þarna, þetta er tricky,“ sagði Freyr.

,,Svo kemur þessi breyta inn í, ef við vinnum í Tyrklandi þá er komin pressa á þá. Það getur allt gerst í fótbolta, auðvitað eru líkurnar ekkert með okkur, alls ekki en maður trúir ennþá á kraftaverkin og ótrúleg úrslit í fótboltanum.“

,,Við erum alltaf að sjá þetta í þessari mögnuðu íþrótt og ég held að trúin muni koma þegar við hittumst og byrjum að undirbúa okkur og sjáum að þetta er möguleiki en það er eins gott fyrir okkur að standa vaktina sjálfir og gera allt sem við getum til að ná í þessi stig.“

Freyr segir einnig að Tyrkir séu allt annað lið en þegar við unnum þá sannfærandi úti fyrir tveimur árum.

Hann þekkir tyrknenska liðið mjög vel og er alveg ljóst að verkefnið verður gríðarlega erfitt.

,,Þetta er allt öðruvísi lið. Þegar maður hefur grúskað svona djúpt í þá í langan tíma þá sé ég bara algjörlega hands-on. Þetta er miklu meiri liðsheild og þetta eru ekki þessar klíkur lengur sem skiptir öllu máli. Ég get ímyndað mér að koma inn í landsliðsverkefni og ein grúppan kemur frá Galatasaray og önnur frá Besiktas og svo framvegis, það gengur aldrei upp.“

,,Núna er þetta meira dreift, þetta liðskjaftæði er farið úr þessari grúppu og þessi einstaklingshyggju dýrkun, þetta er miklu meira lið. Þeir hafa haldið hreinu í sex leikjum og bara búnir að fá sig þrjú mörk, tvö gegn okkur og eitt gegn Frökkum og það úr föstum leikatriðum. Það eru allra bestu lið í heimi sem geta náð svona fram.“

,,Á sama tíma höfum við það með okkur að við erum búnir að vinna þá og við kunnum á þá. Þetta snýst um að ná að snúa leikmyndinni sem virkar á móti þeim. Ef þeir eru mjög klókir þá geta þeir strítt okkur meira en áður varðandi þann þátt.“

Það eru margir blóðheitir stuðningsmenn í Tyrklandi og eru þeir fljótir að skipta um tón ef illa gengur.

Það er vopn sem Ísland gæti reynt að nýta sér en þolinmæðin gagnvart tyrknenska landsliðinu er ekki mikil.

,,Við horfum í það. Tölfræðin er þannig að ef þeir lenda undir þá sérstaklega heima eru þeir í brasi. Það er stutt í að þeir fari að benda á hvorn annan og benda á sjálfan sig og svoleiðis. Ég skil það að miklu leyti að þegar þeir lenda undir pressu frá eigin áhorfendum þá er það ekkert grín. Við fengum það beint í æð á háværasta velli í heimi hvernig það virkar. Að snúa áhorfendum á móti þeim með því að spila vel gæti verið mjög mikilvægt.“

Freyr ræddi svo meiðsli íslenska liðsins en Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða ekki með.

Það er auðvitað skellur fyrir Ísland en Freyr segir einnig að það sé orðinn leiðinlegur vani að vera án bestu leikmanna.

,,Þetta er orðinn leiðinlegur vani og maður er orðinn þjálfaður í að setja ekki orkuna í það. Við þurfum að halda þeim fókus en við vitum eins og með Jóa, svona leikmann með X-factor sem getur búið til eitthvað og unnið leiki upp á einsdæmi þegar við horfum á sóknarlega þáttinn. Við eigum leikmenn sem geta komist þangað en það eru ekki margir sem eru komnir þangað til að fylla hans skarð sem er erfitt. Þetta tækifæri er þó alltaf að koma, gríptu það. Maður vonar alltaf að leikmenn taki sénsinn. Sama með Aron, þar sem Aron gefur fyrst og fremst sem er í heimsklassa eru stjórnunarhæfileikar og hvernig hann lætur liðið tikka. Auðvitað finnum við alltaf fyrir því þegar hann er ekki en upp á síðkastið finnst mér leikmenn stíga upp í því hlutverki.“

,,Birkir er ekki síðri fótboltamaður en Aron en þetta snýst um stjórnunarhæfileika og að lesa leikinn, það er meiri sóknarhugsun í Birki og hann þarf að vera mjög agaður eins og gegn Frökkum og Andorra. Birkir mun leysa það vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Í gær

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu