fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Mikil reiði í Svíþjóð – Sex börn létust

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 06:00

Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil reiði ríkir í Svíþjóð vegna rannsóknar á barnshafandi konum sem fór úrskeiðis. Sex börn létust. Rannsóknin beindist að konum sem gengu með börn sín lengur en í 40 vikur sem er eðlilegur meðgöngutími.

Rannsókninni var hætt fyrir tæpu ári af því að fimm börn höfðu fæðst andvana og eitt lést í móðurkviði. The Guardian skýrir frá þessu. Haft er eftir forsvarsmönnum rannsóknarinnar að þeir hafi ekki talið siðferðislega forsvaranlegt að halda rannsókninni áfram. Það var Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg sem stóð fyrir henni.

Konunum, sem tóku þátt í henni, var boðin þátttaka þegar þær voru gengnar 40 vikur. Þeim var skipt í tvo hópa. Hjá öðrum hópnum voru fæðingar settar af stað í 42. viku meðgöngu en hjá hinum viku síðar nema fæðingin færi fyrr af stað af eðlilegum orsökum.

Þegar rannsókninni var hætt höfðu vísindamennirnir náð fjórðungi af þeim fæðingum sem átti að ná. Niðurstöður þess hluta sem framkvæmdur var er að það sé mikil hætta á dauðsföllum ef fæðingar eru ekki settar í gang fyrr en á 43. viku meðgöngu. Öll dauðsföllin áttu sér stað hjá konunum sem voru settar af stað í þeirri viku meðgöngunnar.

Fjallað var um málið í sumar en vísindamennirnir, sem unnu að rannsókninni, vildu ekki birta niðurstöður hennar eða tjá sig um hana fyrr en búið væri að birta niðurstöðurnar í vísindariti. En nú hefur einn þeirra fengið doktorsritgerð sína, sem byggist á rannsókninni, birta á heimasíðu Gautaborgarháskóla og því er umræðan aftur farin af stað.

Í doktorsritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að ekki eigi að láta konur ganga með börn lengur en 41 viku. Talsmenn Sahlgrenska sjúkrahússins sögðust fyrir helgi ætla að breyta verklagi sínu vegna þessarar niðurstöðu og framvegis verði fæðing sett af stað á 41. viku meðgöngu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið