fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Íslenskur menntaskólanemi segir vonleysið heltaka sig: „Hvað á ég eiginlega að gera?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur menntaskólanemi leitaði hjálpar hjá samlöndum sínum á samfélagsmiðlinum Reddit í gær. Þar sagðist hann gruna að hann væri þunglyndur en hann hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið.

Menntaskólaneminn notaði íslenska vefsvæðið á Reddit til að leita sér hjálpar en hann segist ekki vilja að foreldrar sínir viti af vandamálunum sínum.

„Hæ ég er í menntaskóla og hef átt erfitt uppdráttar uppá síðkastið, persónuleg áföll og á erfitt með nám, kem heim úrvinda úr skólanum og depurðin og vonleysið heltekur mig. Hvað á ég eiginlega að gera, finnst allt svo ómögulegt eitthvað, verð að fá hjálp en veit ekkert hvert ég á að leita, er ekki lögráða en vil ekki að foreldrar mínir viti.“

Margir íslendingar hafa rétt menntaskólanemanum hjálparhönd og komið með leiðir fyrir hann til að takast á við vandamálin sín. Ljóst er að íslenskir notendur Reddit séu allir af vilja gerðir til að hjálpa þeim sem þurfa hvað mest á því að halda.

„Ég myndi tala við námsráðgjafa í skólanum og athuga hvort það sé skólasálfræðingur sem þu getur talað við, svo ættiru nú að getað talað við foreldra þína, þau ættu að hafa þinn hag fyrir brjósti og getað aðstoðað þig með að borga fyrir viðtöl hjá salfræðing ef það er enginn í skólanum. Það getur verið erfitt að ná sér upp úr þunglyndi og maður gerir það yfirleitt ekki einn.“

„Prófaðu fyrst að tala við hjálparsíma Rauðakrossins. Þau eru með sérþjálfað fagfólk sem getur leiðbeint þér varðandi fyrstu skref. Símanúmerið er 1717. Netspjallið þeirra er líka mjög góður möguleiki. Mundu að þú ert ekki ein / einn. Þúsundir ganga í gegnum það sama og þú, og hafa gert. Það er til hjálp þarna úti handa þér. Þú getur líka prófað að tala við einhvern í skólanum. Námsráðgjafa, kennara, eða skólasálfræðing eins bent hefur verið á hérna. Þú gerir þér grein fyrir vandanum, og það er fyrsta skrefið í að takast á við hann. Ekki hika við að spyrja t.d. hérna ef þú ert í vafa. Það eru allir tilbúnir að hjálpa ef við getum.“

„Hæ, gengið hérna er búið að benda á marga möguleika og mig langar að bæta við einu úrræði í viðbót sem er þér að kostnaðarlausu – Bergið Headspace. Þau bjóða upp á viðtöl til stuðnings og til að hjálpa þér að finna þau úrræði sem þú þyrftir á að halda. Þau gera þetta á þínum forsendum, og þetta er sérstaklega hannað fyrir þinn aldurshóp. Gangi þér vel með þetta, þú ert þegar kominn vel áleiðis með að viðurkenna að það er ekki allt með felldu og viljann til að leita þér aðstoðar.“

„Veturinn og myrkrið á landinu okkar góða á það til að draga úr manni þrotið. Ég fæ líka alltaf þessa depurð á haustin. Ég mæli með að þú byrjir að taka vítamín D3, þegar sólin hættir að gefa manni þá orku sem maður er vanur að hafa getur það þýtt að maður sé með vítamín D3 skort. Það einkennist í þreytu og depurð. Allavega hjálpaði það mér mikið og ég mæli með að þú gefir því séns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Í gær

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu