fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Elín Mettu rænt úr Petersen svítunni

Þekkir þú manninn á myndunum?

Auður Ösp
Föstudaginn 21. júlí 2017 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við viljum fá Elínu fyrir morgundaginn svo að allir verði glaðir að taka á móti Sviss,“ segja rekstraraðilar Gamla Bíós en þeir hafa óskað eftir aðstoð almennings við að góma þjóf sem staddur var í Petersen svítunni síðastliðið miðvikudagskvöld. Viðkomandi maður hafði landsliðskonuna Elín Mettu Jensen á brott með sér.

Rétt er þó að taka fram að ekki var um að ræða Elínu Mettu sjálfa heldur útprentaða mynd á pappa. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebooksíðu Petersen svítunnar í Gamla Bíó og þar má einnig finna skjáskot úr öryggismyndavélum staðarins þar sem gefur á að líta þjófinn bíræfna.

Ljósmynd/facebooksíða Petersen svítunnar
Ljósmynd/facebooksíða Petersen svítunnar

„Þessi náungi var að skemmta sér á miðvikudagskvöldið og tók eina af fótboltastelpunum okkar ófrjálsri hendi út úr húsi. Þetta er hún Elín Metta Jensen“

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband.

Vinsamlegast sendið á okkur upplýsingar um hver maðurinn er og hvar við finnum hann. Áfram Ísland!“

Uppfært Maðurinn á myndinni hefur samkvæmt heimildum DV nú skilað Elínu aftur upp á Petersen svítu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“