fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Beiskur sigur Simma yfir Skúla í Landsrétti – „Þetta hefur áhrif á fjölskyldur og vini okkar beggja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. október 2019 17:00

Skúli rekur Subway en Sigmar keypti nýlega helminginn í Hlöllabátum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vona að hægt verði að fá Skúla að samningaborðinu núna og við leysum þetta, sættumst á að ganga báðir ósáttir frá borði. Maður hálfskammast sín fyrir að vera að reka þetta mál og það er löngu kominn tími til að ljúka því, þetta hefur staðið yfir í fimm ár,“ segir Sigmar Vilhjálmsson í viðtali við DV í dag, en máli hans gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, sem kenndur er við Subway, lauk í dag fyrir Landsdómi. Þar áfrýjaði Skúli dómi Héraðsdóms en Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms  – en þó ekki að fullu leyti.

Forsagan er sú að Sigmar og Skúli stofnuðu saman fyrirtækið Sjarmur og Garmur í kringum sýninguna Lava Center. Starfsemin snerist um byggingu á húsnæðinu og smíðina á sýningunni. Landsbyggðarsjóður tók þátt í verkefninu en eingöngu hvað sýninguna varðaði. Því skiptu þeir Sigmar og Skúli hugmyndinni upp í sýningarhluta og fasteignahluta. Skúli ákvað í krafti meirihlutaeignar að selja Pálmari Harðarsyni byggingarréttinn með undirrituðum leigusamningum, á undirverði. Sigmar kærði þá ákvörðun félagsins að samþykkja tilboð Pálma á þessu verði. Í Héraðsdómi var sú ákvörðun úrskurðuð ótilhlýðileg þar sem verðmæti eignarinnar væri meira en söluverðið.

Dómsorð Landsréttar í málinu í dag er eftirfarandi:

„Ógilt er ákvörðun hluthafafundar stefnda Stemmu hf. 9. maí 2016 þar sem samþykkt var að selja lóðarréttindi að Austurvegi 12 og 14, Hvolsvelli, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim, til Fox ehf., kt. 410908 – 1740, Gnitaheiði 3, Kópavogi, samkvæmt drögum að kaupsamningi, dags. í maí 2016, sem lögð voru fram á hluthafafundinum. Stefndi greiði stefnendum 4.000.000 króna í málskostnað.“
Sagan er þó ekki öll sögð þarna. Um er að ræða tvær lóðir og kemst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að ákvörðunin um að selja á því verði sem selt var á hafi aðeins verið ótilhlýðileg hvað aðra lóðina varðar en ekki hina. „Mér þykir skrýtið af Landsrétti að skipta ákvörðuninni svona í tvennt því þetta er ein og sama ákvörðunin. Því miður þá opnar þetta líka á þann möguleika að málið fari fyrir Hæstarétt en ég ætla rétt að vona að við berum gæfu til að fara ekki í þá vegferð, það er komið nóg,“ segir Sigmar.
„Ég hafði sigur og það er mikill léttir. Ákvörðunin var dæmd ótilhlýðileg og Skúli þarf að greiða málskostnað. Ég hafði aldrei neinar fjárkröfur í þessu máli, þetta er prinsippmál og ég var ekki á höttunum eftir skaðabótum.“
Sigmar er enn sameigandi Skúla í félaginu Sjarmur og Garmur sem er óheppilegt þar sem þeim félögum hefur ekki lynt undanfarin ár. „Hann hefur reynt að gera félagið gjaldþrota og ég hef orðið að verja það,“ segir Sigmar. Sem fyrr segir vonast hann til að hægt verði að fá Skúla að samningaborðinu svo hægt sé að ljúka málinu án þess að það fari fyrir Hæstarétt:
„Þetta hefur áhrif á fjölskyldu og vini okkar beggja. Tilfinningin í dag er líka ekki sigurtilfinning, manni er bara létt en um leið er ég hryggur að þurfa að fara þessa leið.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“