fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Pantaði leigumorðingja til að ræna, brenna eða selja eiginmanninn sem kynlífsþræl

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. júní 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið stutt á milli ástar og haturs og það á svo sannarlega við í sakamáli sem var nýlega fyrir rétti í Bandaríkjunum. Þar var kona sakfelld fyrir að skipuleggja morðið á fyrrum eiginmanni sínum en hún fékk leigumorðingja til verksins.

Rachael Leahy hafði misst forræði yfir börnum sínum þremur til fyrrum eiginmanns síns. Hún var svo örvæntingarfull vegna þessa að hún réði leigumorðingja til að ryðja þessum fyrrum eiginmanni sínum úr vegi.

Hún lagði til við leigumorðingjann að hann gæti rænt eiginmanninum fyrrverandi, látið dauða hans líta út eins og slys með því að kveikja í húsi hans eða jafnvel selja hann sem kynlífsþræl. En það varð Rachael að falli að leigumorðinginn var lögreglumaður sem gaf sig út fyrir að vera leigumorðingi.

Á mánudaginn féll dómur yfir Rachael í Manatee County í Flórída. Hún var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir að ætla að láta myrða fyrrum eiginmann sinn. 8 on Your Site skýrir frá þessu.

David Leahy, fyrrum eiginmaður Rachael, kom fyrir dóm og það var ekki falleg mynd sem hann dró þar upp af Rachael. Hann sagði að hún hefði farið illa með börnin, meðal annars hefði hún bundið þau föst þegar hann var ekki heima, hún hefði lokað þau inni í skápum og ýmislegt fleira þegar hann var í vinnu.

Í fyrstu voru þau með sameiginlegt forræði yfir börnunum þremur en Rachael hélt áfram að misþyrma börnunum og á endanum fékk David fullt forræði yfir þeim.

Upptaka af samtali Rachael og „leigumorðingjans“ var spiluð fyrir rétti. Þar heyrðist hún bjóða honum 5.000 dollara fyrir að taka verkið að sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við

Þetta er sú staða sem Liverpool vill styrkja þegar Arne Slot tekur við