fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Fyrrverandi þingmaður stígur fram – „Gerandinn var í flestum tilfellum kona“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar og varaþingmaður Samfylkingarinnar, segist vera ein þeirra kvenna sem tóku þátt í könnun dr. Hauks Arnþórssonar, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar kom fram að um 80% þingkvenna, eða 20 af 25, hafi orðið fyrir einhverskonar kynbundnu ofbeldi, hvort sem það var líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða efnahagslegt ofbeldi.

Sjá einnig: Um 80% þingkvenna á Íslandi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi

Gerandinn oftast kona

Margrét segist hafa verið beitt andlegu ofbeldi af hálfu konu, en það hafi ekki verið kynbundið, karlar hafi einnig fengið að kenna á henni:

„Ég er hugsi yfir þessari könnun af ýmsum orsökum. Ég er ein þeirra 33 kvenna sem svaraði henni og ein þeirra sem sem játaði því að hafa verið beitt andlegu ofbeldi þegar ég starfaði á Alþingi. Það var samt alls ekki „kynbundið ofbeldi“, bara hreint ekki og núverandi og fyrrverandi þingmenn hafa stigið fram og greint frá svipaðri hegðun og framkomu frá sömu manneskjunni. Gerandinn var í flestum tilfellum (og þeim sem höfðu einhver áhrif á mig) kona,“

segir Margrét í færslu á Facebook í dag. Hún segist ekki vera að tala um netníð eða hefðbundið skítkast fólks:

„Þá er ég ekki að tala um allskonar skítkast, t.d. á neti eða í kommentakerfum – slíkt hefur merkilega lítil áhrif á mann (mætti segja að það sé vont en það venst). Sumt af slíku netníði mætti sannarlega kalla kynbundið andlegt ofbeldi, annað bara venjulegt skítskast fólks af öllum kynjum. Ég er að tala um það sem ekki er hægt að kalla annað en andlegt ofbeldi frá vinnufélaga. Þá fannst mér líka oft „svínað á“ þeim þingflokki sem ég sat í þá af „valdakerfinu“ inni á þingi. Ástæðurnar voru að mínu mati þær a) að við vorum ekki hluti af flokkakerfinu og b) að við vorum minnsti þingflokkurinn. Það var ekki kynbundið ofbeldi en mætti samt alveg kalla einhvers konar ofbeldi.“

Þá spyr Margrét hvernig hægt sé að fullyrða um að ofbeldið hafi verið kynbundið, þegar aðeins konur voru spurðar:

„Ég velti líka fyrir mér hvernig hægt er að leggja mat á ofbeldi gegn konum sérstaklega án þess að kanna hvort karlar hafi orðið fyrir ofbeldi. Ég þekki alveg dæmi þess, bæði á Alþingi og annars staðar.“

Alþingi taki málið fyrir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um könnunina á  Morgunvakt Rásar 1 í morgun og sagði að fjallað yrði um hana á þinginu:

„Þetta er alveg ótrúlega hátt hlutfall sem hér er nefnt og ég vænti þess að þetta verði nú tekið til umræðu á vettvangi þingsins. Samkvæmt fréttinni er þetta töluvert hærra hér en annars staðar í Evrópu, en svo má spyrja sig, það virðist vera að við séum með þá tilhneigingu, sem er líka að einhverju leyti jákvæð, að við tölum meira um hlutina en víða annars staðar.“ /

„Við höfum nú verið að skora efst þegar kemur að kynjajafnréttismálum í heiminum en ég held að margir hafi orðið fyrir hálfgerðu áfalli að upplifa þessa ofbeldismenningu sem er tengd kynjakerfinu í okkar samfélagi. En það kannski góða við þetta er að ég held að við séum farin að tala miklu meira og opinskárra um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum