fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Brennheitt vatn steymir upp úr hitaveituholu hjá golfvellinum í Grafarvogi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2019 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 70°C heitt vatn streymir nú úr hitaveituholu við golfvöllinn í Grafarvogi og út i sjó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Um er að ræða holu sem hefur ekki verið virkjuð en leka fór úr henni fyrr í dag. Talið er orsökina megi finna í framkvæmdum Veitna í Geldinganesi þar sem verið er að örva borholu með því að dæla vatni undir þrýstingi í hana.

Búið er að girða af svæðið í kringum holuna og merkja en búast má við að vatn komi úr henni á meðan á framkvæmdum stendur í Geldinganesi, eða næstu tvær vikur. Eru íbúar í Grafarvogi beðnir að fara varlega séu þeir á ferð í nágrenni holunnar en hún er við enda fjölfarins göngustígs.

Meðfylgjandi er loftmynd er sýnir staðsetningu holunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg