fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Elton John hraunar yfir Lion King endurgerðina: „Töfrarnir hafa horfið og gleðin með“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. október 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elton John samdi lögin fyrir Lion King myndina sem kom út árið 1994 en hann er ekki sáttur með endurgerðina sem kom út fyrr á þessu ári.

Lögin sem Elton samdi fyrir þessa geysivinsælu teiknimynd eru fyrir löngu orðin klassísk. Circle Of Life, I Just Can’t Wait To Be King, Be Prepared, Hakuna Matata og Can You Feel The Love Tonight eru lög sem flestir kannast við en Elton er á bakvið öll þessi lög.

Það kom því á óvart þegar Elton sagði í samtalið við GQ að hann sé vonsvikinn með endurgerðina á Lion King.

„Þessi mynd olli mér gífurlegum vonbrigðum því mér líður eins og tónlistin hafi klúðrast algjörlega. Tónlistin var svo stór og mikilvægur partur í upprunalegu myndinni en í þeirri nýju hefur tónlistin ekki sömu áhrif á mann. Töfrarnir hafa horfið og gleðin með.“

Söngkonan Beyoncé talaði fyrir Nölu í endurgerðinni en hún gaf út plötu meðfram myndinni. Á plötunni voru lög eins og Spirit og Never Too Late en bæði lögin voru í endurgerðinni en ekki í upprunalegu myndinni.

Elton gagnrýnir það líka að tónlistin úr endurgerðinni hafi ekki fengið jafn mikla spilun og tónlistin úr upprunalegu myndinni.

Ég vildi að mér hefði verið boðið að vinna meira með þeim. Sköpunarstarfið í kringum nýju myndina var allt öðru vísi en síðast. Mér fannst ég bara ekki vera velkominn og ég fékk ekki sömu virðingu og áður. Það gerði mig afar sorgmæddann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“