fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
433Sport

Einstakur leikstíll sem Jóhann Berg og félagar spila: Ítarleg greining

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 10. október 2019 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley er það lið í enska boltanum sem spilar boltanum minnst á milli sín, liðið er með einstakan leikstíl sem Sky Sports fer ítarlega yfir.

Burnley spilar gamaldags fótbolta en það virkar, liðið er á sínu fjórða tímabili í ensku úrvalsdeildinni í röð. Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið lykilmaður í liðinu öll þau ár.

,,Í dag ertu dæmdur ef þú gerir ekki eins og hinir. Mér er alveg sama, af hverju eiga fótboltalið að spila bara á einn hátt? Það er ekki þannig, það eiga ekki allir að gera það sama,“ sagði Sean Dyche stjóri Burnley.

Sendingar á milli manna:

Burnley er það lið sem hefur sjaldnast sent boltann tíu sinnum á milli sín, aðeins tuttugu sinnum frá því að tímabilið hófst. Það er í átta leikjum, ótrúlega lítið.

Fá ekki hraðar sóknir á sig:

Burnley er það lið sem fær fæstar skyndisóknir á sig, liðið opnar sig sjaldan og er með marga til baka til að fá ekki á sig færi. Dyche tekur ekki neina sénsa.

Langar sendingar:

Tæp 24 prósent af sendingum Burnley eru langar, það er ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni sem sparkar boltanum jafn langt. Þessi leikstíll hentar Burnley vel en liðið er með 12 stig, í sjöunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nú líklegast að hann haldi norður í sumar

Nú líklegast að hann haldi norður í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning eftir frábært tímabil

Skrifar undir nýjan samning eftir frábært tímabil
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag í sögubækurnar með tapinu í gær

Ten Hag í sögubækurnar með tapinu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefði dugað til að skáka Ferguson í sjö tilfellum

Hefði dugað til að skáka Ferguson í sjö tilfellum