fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Tesla og Elon Musk í slæmum málum – Brutu bandaríska vinnulöggjöf

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í San Francisco kvað á föstudaginn upp dóm um að Tesla og forstjóri fyrirtækisins, Elon Musk, hefðu brotið bandaríska vinnulöggjöf með því að beita sér gegn starfi verkalýðsfélaga. Musk var meðal annars sagður hafa beitt sér gegn því að starfsfólk Tesla væri í stéttarfélögum.

The Washington Post skýrir frá þessu. Fram kemur að meðal þeirra gagna sem voru lögð fyrir dóm hafi verið Twitterfærsla Musk frá 2018. Þá skrifaði hann að ekkert hindraði starfsfólkið í að skrá sig í stéttarfélög en að þær aðstæður og kjör sem boðið væri upp á hjá fyrirtækinu væru nú þegar betri en stéttarfélög gætu tryggt.

Í færslunni spurði hann af hverju starfsfólkið ætti að vera að greiða gjald til stéttarfélagsins og fórna möguleikum sínum á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu. Hann benti einnig á að öryggismál væru tvisvar sinnum betri en þegar starfsfólkið var í samtökum verkamanna í bílaiðnaði og auk þess fengju allir starfsmenn framlög til sjúkratrygginga.

Tesla var einnig sakfellt fyrir að hafa refsað starfsfólki ef það reyndi að mynda stéttarfélag. Fyrirtækinu er gert að bjóða brottreknum starfsmanni starf á nýjan leik. Reiknað er með að Tesla áfrýi dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum