fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Kominn heim til Svíþjóðar eftir sex ár í haldi mannræningja

Johan Gustafsson var í haldi liðsmanna samtaka sem tengjast Al-Qaeda

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. júní 2017 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Johan Gustafsson, 42 ára gamall Svíi, er kominn heim til Svíþjóðar eftir að hafa verið í haldi mannræningja í Afríkuríkinu Malí frá árinu 2011. Honum var rænt af liðsmönnum Al-Qaeda.

Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, staðfesti þetta við sænska fjölmiðla í dag en áður hafði Expressen greint frá því að Johan væri laus úr haldi. „Hann virðist vera við góða heilsu,“ sagði Margot í yfirlýsingu sinni.

Það var í nóvember 2011 að Johan var á ferð í nágrenni Timbúktú í norðanverðu Malí. Hann hafði farið til Malí á mótorhjóli frá Svíþjóð og sat á kaffihúsi ásamt þremur öðrum Vesturlandabúum þegar vopnaðir menn létu til skarar skríða. Einn fjórmenninganna, þýskur ríkisborgari, var skotinn til bana en hinir þrír, Johan þar á meðal, voru teknir gíslingu.

Einn þeirra, hollenskur ríkisborgari, slapp úr haldi vorið 2015 en óvíst er um afdrif Suður-Afríkumannsins Stephen McGowan.

Blaðamannafundur verður haldinn vegna komu Johans til Svíþjóðar klukkan 19 í kvöld að staðartíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“