fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Pósturinn engu nær um próf sem týndust: „Eitthvað líkt þessu hefur aldrei komið fyrir áður“

Próf nemenda í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala týndust á leið til Austurríkis

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 29. júní 2017 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við gerum okkur grein fyrir að niðurstaða þarf að fást í málið og að við getum ekki beðið lengur. Okkur þykir þetta mjög miður enda hefur eitthvað líkt þessu aldrei komið fyrir áður,“ segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ, í samtali við Fréttablaðið sem greinir frá því að próf nemenda í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala hafi týnst í pósti.

Samkvæmt Fréttablaðinu hafa nemendur ekki enn fengið einkunnir sínar þar sem prófin finnast ekki. Kennarinn í náminu býr í Austurríki og hefur honum ekki enn borist prófin í pósti, en þrjár vikur eru síðan prófið fór fram.

Erna Guðrún segir að svo virðist sem að mannleg mistök hafi leitt til þess að prófin hafi ekki verið send í rekjanlegum ábyrgðarpósti. Yfirleitt séu allar sendingar á vegum Endurmenntunar sendar í slíkum pósti. Nemendur við námið gagnrýna seinagang HÍ við að komast til botns í málinu. Erna Guðrún fullyrðir að niðurstaða verði komin í málið fyrir helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“