fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Eyjan

Talaði Haraldur sig út úr embætti?

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. september 2019 21:18

Deilt hefur verið um embætti ríkislögreglustjóra og persónu hans undanfarið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hinn ungi dómsmálaráðherra, fær það verk upp í hendurnar að reyna að slökkva elda innan lögreglunnar. Það verður hennar fyrsta prófraun.

Eldarnir loga glatt eftir viðtalið við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra í Morgunblaðinu um helgina. Það getur jafnvel hugsast að þar hafi hann talað sig út úr embættinu. Lögreglumenn sætta sig varla við tal Haraldar um óhæfa starfsmenn, valdabaráttu bak við tjöldin og orð þess efnis að spilling viðgangist innan lögreglunnar.

Þetta eru býsna þung – og óvænt – orð komandi frá manni í svo háu embætti.

Það kannski gerir róðurinn þyngri fyrir Áslaugu Örnu að löngum hefur verið litið svo á að Haraldur hafi setið undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins. Hann er innvígður, ef svo má að orði komast. Þetta er þó ekki alveg svo einfalt, því það var Ögmundur Jónasson sem skipaði Harald þegar hann var dómsmálaráðherra á tíma vinstri stjórnar Jóhönnu – þá stóð styrr um Harald líkt og nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg