fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Hildur gagnrýnir borgaryfirvöld: „Mér finnst vanta einhvern veginn auðmýktina“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 25. ágúst 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitthvað að. Stjórnsýslan er of þung. Við erum með fasteignaskatta sem eru síhækkandi ekki prósentan heldur krónutalan vegna þess að fasteignamat hækkar úr öllu valdi þannig að það er eitthvað að. Það er eitthvað sem þarf að laga.”

Þetta segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun en þar voru meðal annars rædd skipulagsmálin í borginni. Hildur segir samráðsleysi sem rekstraraðilar í Miðborginni hafa þurft að mæta frá borgaryfirvalda vera gagnrýnivert. Þá undirstrikar hún mikilvægi umræða um framkvæmdir í borginni og að þurfi að draga af þeim lærdóm. „Mér finnst vanta einhvern veginn auðmýktina í samtalið milli borgarinnar og rekstraraðila, segir Hildur.

„Það hefur verið svolítið mikið skilningsleysi, rekstraraðilar hafa mætt hroka frá borgaryfirvöldum. Þetta er eitthvað sem þarf að laga, við náum engum árangri með svona pólaríseraðri hrokafullri orðræðu.“

Leiðinlegt yfirbragð á tómu verslunarrými

Hildur segir að eitt af stóru vandamálunum Miðborgarinnar séu kvaðir sem borgin setti á nýbyggingar þess efnis að nýbyggingar þyrftu að gera ráð fyrir verslunarrými á neðstu hæð. Hildur segir að kvaðirnar séu hrópandi ósamræmi við þróunina sem sé að eiga sér stað erlendis.

Hildur segir að tóm verslunarrými skapi leiðinlegt yfirbragð. Þau séu skilaboð um að rekstur og verslun í Miðborginni gangi illa. Að sögn hennar sýnir þetta að borgaryfirvöld séu ekki að kynna sér þróunina í öðrum löndum nægilega vel. „Borgir þurfa að vera vakandi fyrir breytingum á tímum örra tæknibreytinga,“ segir hún.

„Ég er miklu hrifnari af þessari þróun inni í hverfum að við fjölgum verslunarrýmum þar og aukum við hverfisverslun og þessa sjálfbærni hverfanna svo þú þurfir ekki alltaf að leita svona langt yfir skammt en ég tel að þetta hafi verið mistök í Miðborginni,“ segir Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben