fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 16. ágúst 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Michael West, 56 ára fangi á dauðadeild í Tennessee í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í nótt. Stephen var sakfelldur fyrir tvö morð árið 1986 en fórnarlömbin voru móðir og dóttir hennar sem var á unglingsaldri.

Stephen er þriðji fanginn síðan í nóvember síðastliðnum sem tekinn er af lífi í rafmagnsstól í Tennessee. Stephen stóð einnig til boða að fá banvæna sprautu en valdi rafmagnsstólinn. Hann var úrskurðaður látinn átta mínútum eftir að aftakan hófst.

Stephen var 23 ára vaktstjóri á McDonald‘s þegar hann myrti Wöndu Romines, 51 árs, og fimmtán ára dóttur hennar, Sheilu, á heimili mæðgnanna. Braust hann inn á heimili þeirra í félagi við annan mann, Ronnie Martin sem var 17 ára á þeim tíma. Auk morðanna var Stephen sakfelldur fyrir að nauðga Sheilu.

Ronnie Martin var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir sinn þátt í málinu en hann á möguleika á reynslulausn árið 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin