fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Er Framsókn að gefa eftir? – Óvænt útspil ritara flokksins

Karl Garðarsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins, vill að leitað verði álits sameiginlegu EES nefndarinnar á því hvort fyrirvarar við þriðja orkupakkann haldi. Hann segir að gagnrýni á þriðja orkupakkann megi ekki afskrifa sem þjóðernisraus og afturhald. Málið hafi vakið upp miklar tilfinningar og ótta meðal almennings, enda erfitt að sjá hvað þessi innleiðing á regluverki geri fyrir land og þjóð. Umræðan hafi á köflum ekki verið málefnaleg þar sem spilað hafi verið á tilfinningar og þá taktík að búa til óvini í umræðunni á báða bóga. Orkupakkann eigi ekki að innleiða fyrr en allri óvissu hafi verið eytt og rökin í málinu séu skýr.

Jón Björn lætur þessi orð falla á heimasíðu Framsóknarflokksins og vekur sérstaka athygli að hér heldur ritari flokksins á penna, ekki almennur flokksmaður. Þannig gegnir Jón Björn einu helsta embætti flokksins og situr í framkvæmdastjórn hans, auk þess að vera forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.

Hingað til hefur forysta Framsóknarflokksins komið fram sem samhentur hópur í þessu umdeilda máli, sem stefnir í að verði afgreitt á Alþingi á næstu 10 dögum eða svo. Talsverð ólga hefur hins vegar verið í grasrót flokksins, svipað og hjá Sjálfstæðisflokknum. Fylgi flokkanna tveggja hefur gefið eftir í könnunum að undanförnu, á meðan Miðflokkurinn, sem hefur gengið lengst fram gagnrýni á orkupakkann, hefur notið góðs af. Ummæli ritara Framsóknar verður að skoða í þessu ljósi, en hann virðist vera að leita leiða til að draga úr þeirri ólgu sem er meðal flokksmanna. Óljóst er hvernig aðrir forystumenn flokksins bregðst við, en tæpast hefur Jón Björn skrifað pistilinn nema með vitund þeirra.

Jón Björn bendir á grunngildi Framsóknarflokksins í pistli sínum og segir svo: „Framtíð okkar og byggðar í landinu öllu mun ekki síst liggja í því hvernig orkumálum verði umhaldið og nauðsynlegt að almannaheill sé höfð í forgrunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben