fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Átta ungmenni lögð inn á sjúkrahús með lungnaskaða – Hugsanlega af völdum rafretta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 17:00

Mynd: www.ecigclick.co.uk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí voru átta unglingar lagðir inn á sjúkrahús í Wisconsin í Bandaríkjunum en allir áttu þeir erfitt með andardrátt. Sumir voru svo illa á sig komnir að þeir þurftu mikla umönnun. Enginn unglinganna hafði áður glímt við lungnavandamál og enginn þeirra var með sýkingu í lungunum. Það eina sem var sameiginlegt hjá þeim öllum var að þeir höfðu reykt rafrettur vikum og mánuðum saman.

Lækna og heilbrigðisyfirvöld í Wisconsin grunar því að rafretturnar hafi valdið tjóni á lungum unglinganna. Science News skýrir frá þessu.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins (DR) um málið er haft eftir Charlotta Holm Pisinger, prófessor í tóbaksforvörnum við Kaupmannahafnarháskóla, að hún skilji vel grun lækna og yfirvalda í Wisconsin. Þegar unglingar, með heilbrigð lungu, fá svona alvarleg lungnaeinkenni og það eina sem þeir eigi sameiginlegt sé að hafa reykt rafrettur sé ástæða til að hafa áhyggjur. Hún benti jafnframt á að þetta mál standi ekki eitt og sér því tilraunir með frumur, dýr og fólk bendi til að lungun verði fyrir tjóni af völdum rafetta. Það eina sem vanti nú séu stórar rannsóknir þar sem notendum rafretta sé fylgt árum saman og heilsufar þeirra rannsakað en væntanlega séu mörg ár í að niðurstöður slíkra rannsókna liggi fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin