fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Flúði heimalandið og bjargar nú fólki á Íslandi: „Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sayed er afganskur innflytjandi sem býr á Íslandi. Hann flúði virkilega erfiðar aðstæður í heimalandinu og er nú búsettur á Íslandi. Frá þessu greinir hann á YouTube-rás Drew Binsky, en þar segir hann sögu sína.

„Þegar ég var ungur tóku Talíbanarnir yfir þorpið og brenndu skólann minn til kaldra kola. Þeir gengu í skrokk á fullt af fólki, þannig ég hef séð mörg lík með eigin augum, blóðug og allt,“

„Þeir komu inn á heimili mitt að leita af einhverju vegna þess að bræður mínir voru í pólitík“

Sayed flúði heimili sitt einungis fjórtán ára gamall. Hann gekk frá Afganistan til Íran

„Því miður gekk ekki að vera þarna úti svo ég var fluttur aftur til Afganistan , en flúði aftur árið 2016.“

Frá Afganistan ferðaðist hann til Tyrklands, svo Grikklands, síðan Hollands og loks til Íslands. Hann segir að smátt og smátt sé hann að verða að hluta af samfélaginu.

Sayed talar níu tungumál og sinnir tveimur störfum, annars vegar sem starfsmaður í 10-11-verslun og svo hins vegar við það hjálpa fólki að leita hælis hér á landi. Hann sagði frá því þegar hann kom fjölskyldu í erfiðri stöðu til hjálpar.

„Það var faðir með þrjú börn sem sváfu úti um vetur, engin var að hugsa um þau. Við þurftum að hjálpa þeim, svo þau bjuggu í minni íbúð,“

„Ef ég fer heim þá eru hundrað prósent líkur á því að ég verði drepinn, vegna þess að ég hef talað gegn stjórnmálamönnunum og Talíbönum, opinberlega á netinu.“

Sayed segir Talíbana ómennska, en hann hefur séð þá drepa ungt fólk. Frændi Sayed var einnig drepinn af þeim og bróðir hans er bundin við hjólastól vegna þeirra.

„Þeir segjast fylgja Islam en geta ekki bent á einn stað í bókinni þar sem talað er um að drepa saklausa múslima, svo þeir eru ekki alvöru múslimar,“

Sayed vill að fólk hjálpi hvoru öðru og elski hvort annað.

„Ef þú sérð einhvern sem á bágt hjálpaðu honum, húðlitur eða trúarbrögð skipta ekki máli. Það eina sem skiptir máli er að við erum öll manneskjur, af sömu tegund,“

Við eigum ekki að hata hvort annað vegna hluta sem aðrar manneskjur bjuggu til, við eigum að elska hvort annað því allir eiga skilið að vera elskaðir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Í gær

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum