fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Nafn mannsins sem féll í Þingvallavatn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn á laugardag heitir Björn Debecker og er 41 árs gamall. Leit að manninum hefur staðið yfir síðan á laugardag en hlé var gert á henni í gærmorgun.

Fjallað er um málið í belgískum fjölmiðlum en í frétt Nieuwsblad kemur fram að Björn sé frá borginni Leuven sem er skammt austur af Brussel. Hann er verkfræðimenntaður og faðir tveggja barna, að því er segir í frétt Nieuwsblad. Björn er sagður hafa verið einn á ferð hér á landi.

Á laugardag fannst mannlaus kajak og bakpoki í sunnanverðu Þingvallavatni við Villingavatn. Í kjölfarið hófst leit í vatninu en leitað hefur verið úr lofti, láði og legi en án árangurs. Lögreglan á Suðurlandi telur yfirgnæfandi líkur á að hann hafi siglt út á vatnið á kajaknum á laugardag og fallið útbyrðis. Strekkingsvindur hefur verið á svæðinu og aðstæður til siglinga þar af leiðandi ekki góðar.

Talið er að Björn hafi gist á tjaldstæði við norðurenda vatnsins en í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær kom fram að ekki liggi fyrir hvaðan hann hélt út á vatnið. Það geri leitarsvæðið stórt og erfitt.

Í fréttum belgískra fjölmiðla kemur fram að aðstandendur mannsins hafi verið látnir vita af málinu um helgina. Þeir hafi ekki heyrt frá honum síðan á laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“