fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Yfirmaður andhryðjuverkadeildar bresku lögreglunnar segir að núverandi aðferðafræði virki ekki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 07:55

Breskir lögreglumenn bregðast við hryðjuverkaárás. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættan á hryðjuverkum í Bretland er enn mjög mikil og mesta ógnin er af fólki búsettu í landinu. Aðferðafræði yfirvalda, þar á meðal lögreglunnar, hefur verið misheppnuð og það þarf að breyta henni. Þetta segir yfirmaður þeirrar deildar lögreglunnar sem stýrir baráttunni gegn hryðjuverkum.

Neil Basu, yfirmaður andhryðjuverkadeildarinnar, veitti The Guardian viðtal nýlega en afar sjaldgæft er að hann tjái sig við fjölmiðla. Hann sagði að ekki sé útlit fyrir að hættan minnki á næstunni og nú sé kominn tími til að endurmeta stefnu og aðgerðir Breta gegn hryðjuverkum. Það dugi ekki bara að bæta við mannaflann, bæta búnaðinn og veita lögreglunni meiri heimildir. Hann sagði að leggja verði meiri áherslu á félagslegu hliðina, til dæmis að aðlaga fólk að samfélaginu og hjálpa því að menntast þannig að það velji ekki hryðjuverk frekar en venjulegt líf.

Basu hefur stýrt deildinni síðan 2018. Hann sagði að forvarnarstarfið hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi.

Mat sitt á hættunni byggir hann á þeim staðhæfingum að 80 prósent allra, sem munu fremja hryðjuverk í Bretlandi, búa í landinu og margir þeirra hafa alist þar upp. Aðgerðum andhryðjuverkasveitarinnar fjölgaði um 50 prósent á milli 2015 og 2017 og eru aðgerðirnar enn mjög margar. Á sama tíma hefur herskáum íslamistum og öfgahægrimönnum gengið vel að fá Breta til liðs við sig.  Auk þess er hættumat yfirvalda nánast alltaf á næsthæsta stigi en það þýðir að talið er „mjög líklegt“ að hryðjuverk verði framið innan ekki svo langs tíma.

„Tölurnar segja okkur að við verðum að horfa dýpra niður í samfélagið. Af hverju treysta sumir ekki samfélaginu, af hverju mennta þeir sig ekki, af hverju verða sumir fyrir barðinu á kynþáttahyggju vegna húðlitar sína, af hverju hafa ekki allir sömu tækifæri, af hverju truflar lögreglan suma meira en aðra?“

Sagði Basu í viðtalinu og bætti við að hann teldi fyrrgreind atriði eiga mikinn þátt í að svo margir hugsanlegir hryðjuverkamenn eru í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið