fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Enn rassskellir Mannréttindadómstóllinn íslenska ríkið: „Skömm Hæstaréttar er mikil“

Fyrrverandi fréttastjóri og ritstjórar DV lögðu íslenska ríkið vegna umfjöllunar um Sigurplastsmálið – „Nú blasir við að sækja réttlæti á hendur þeim sem bera ábyrgð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt fyrrverandi fréttastjóra og fyrrverandi ritstjórum DV í vil vegna umfjöllunar DV um rannsókn lögreglunnar á meintum lögbrotum sem talið er að hafi átt sér stað hjá iðnfyrirtækinu Sigurplasti frá því árið 2007 og þar til félagið var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2010. Skiptastjóri Sigurplasts og Arion banki, aðalkröfuhafi félagsins, kærðu stjórnendur Sigurplasts til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og skattrannsóknarstjóra vegna gruns um meint lögbrot, meðal annars skattalagabrot, veðsvik, skilasvik, umboðssvik og fjárdrátt.

Í desember árið 2012 voru þáverandi fréttastjóri, Ingi Freyr Vilhjálmsson, og ritstjórar DV, Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, dæmdir í Hæstarétti til að greiða Jóni Snorra Snorrasyni, stjórnarformanni Sigurplasts og lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, miskabætur auk þess sem tvenn ummæli úr umfjöllun blaðsins voru dæmd dauð og ómerk.

Sjá einnig:

Sannleikur Hæstaréttar

Ummælin sem um var að ræða voru „Lögreglan rannsakar lektor“ og „Lektor flæktur í lögreglurannsókn.“ Dómurinn komst að þeirri undarlegu niðurstöðu að rangt hefði verið að segja að Jón Snorri hefði verið „til rannsóknar“ hjá lögreglu og að orðalagið „til skoðunar“ hefði átt betur við á þessum tíma. Þó hófst lögreglurannsókn vegna málsins skömmu eftir að fréttin birtist í DV og lauk henni ekki fyrr en í lok maí, byrjun júní árið 2013.

DV ákvað í byrjun júní 2013 að kæra niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið braut gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi.

Reynir Traustason tjáir sig um niðurstöðuna á Facebook í morgun þar sem hann segir að skömm íslenska ríkisins sé mikil.

„Einn eitt dómsmorð íslenska réttarkerfisins staðfest af Mannréttindadómstólnum. Eina meiðyrðamálið sem ég var dæmdur fyrir er fallið. Skömm íslenska ríkisins og sérstaklega Hæstaréttar er mikil. Nú blasir við að sækja réttlæti á hendur þeim sem bera ábyrgð.“

Sigurplastsmálið bætist nú í hóp fjölmargra mála þar sem íslenskir blaðamenn hafa sigur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna