Manchester City vildi kaupa Harry Maguire miðvörð Leicester en hann er að ganga í raðir Manchester United.
Þetta staðfesti Pep Guardiola stjóri liðsins, hann vildi fá þennan enska landsliðsmann.
,,Frábær leikmaður, við höfðum áhuga en við höfðum ekki efni á honum,“ sagði Guardiola.
,,United hafði efni á honum, til hamingju með þau kaup.“
United greiðir 80 milljónir punda fyrir Maguire sem er dýrasti varnarmaður í heimi.
Pep on Maguire: "Top class player. We were interested but we could not afford it. United could afford it. Congratulations to United on this signing."
— Paul Hirst (@hirstclass) August 4, 2019