fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Eyjan

Elliði orðaður við formannsframboð: „Erum með mjög öflugan mann í brúnni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 12:50

Elliði Vignisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri  Ölfuss, hyggst ekki gefa kost á sér í formannskjör á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á næsta ári. Hann ber fullt traust til Bjarna Benediktssonar, þrátt fyrir að vera á öndverðum meiði í orkupakkamálinu. Elliði staðfesti þetta við Eyjuna í dag.

Elliði hefur lýst andstöðu sinni við innleiðingu þriðja orkupakkans í skrifum sínum undanfarið og farið þannig þvert gegn forystu Sjálfstæðisflokksins, sem nú mælist með aðeins 19% fylgi í könnunum, en flokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Hefur Elliði verið orðaður við formannskjör á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á næsta ári sökum skrifa sinna, en sá orðrómur er hvað háværastur úr röðum andstæðinga þriðja orkupakkans, sem sjá Elliða sem tilvalinn frambjóðanda síns málstaðar.

Stendur ekki til að skipta um formann

Eyjan spurði Elliða hvort hann hefði í hyggja að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni:

„Ég hef nú ekki heyrt þessa kjaftasögu, en ég held nú að einhvern tíma verði fólk þreytt á þessum samkvæmisleik að máta mig sífellt við alla framboðslista, mér dettur í hug að það gæti verið vírus í tölvunni í Valhöll, ég er orðaður við svo marga lista. En ég hef aldrei tekið að mér flokkslegt embætti, ég sit í dag sem embættismaður, en ekki kjörinn fulltrúi. Þá stendur ekki til að skipta um formann í Sjálfstæðisflokknum,“

segir Elliði og bætti við:

„Þetta er bara svona sumarsamkvæmisleikur sem ég gef ekkert fyrir, við erum með öflugan formann, sem nýtur víðtæks trausts meðal sjálfstæðismanna og ég er einn af þeim. Helsta áhyggjuefnið er að ef sjálfsstæðismaður hefur skoðun, þá er byrjað að máta hann í formannsstól. En það merkir bara eitt fyrir mér, það er eftirspurn eftir röddum meðal sjálfstæðismanna og þetta er fyrst og fremst áskorun á sjálfstæðismenn að láta í sér heyra.“

Ágreiningur styrki flokkinn

Elliði telur að orkupakkamálið muni styrkja flokkinn, þó svo hann hafi tekið dýfu niður á við síðan að málið kom upp og mælist aðeins með 19 prósenta stuðning í könnunum:

„Ég held að þetta muni styrkja flokkinn, við erum með mjög öflugan mann í brúnni og öflugan utanríkisráðherra og ég er algerlega sannfærður um að þetta mál sé einmitt til þess fallið að þeir sýni hvers megnugir þeir eru og við komum sterkari út úr því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“

Vilhjálmur sótillur: „Að hugsa sér að stjórnvöld skuli voga sér að leggja þetta til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur