fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

22 létust í Manchester

Mörg börn meðal hinna látnu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 06:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Hopkins, yfirlögregluþjónn í Manchester, ræddi við fréttamenn fyrir stundu um sprenginguna í Manchester Arena í gærkvöldi. Hann staðfesti að 22 væru látnir og þar á meðal væri árásarmaðurinn en hafi borið sprengiefni á sér og sprengt það með þessum hörmulegu afleiðingum. Hopkins sagði að börn væru á meðal hinna látnu en gat ekki sagt til um aldur þeirra.

59 særðust í árásinni. Hopkins sagði að um 400 vopnaðir lögreglumenn hafi verið sendir á vettvang i gærkvöldi. Unnið var að rannsókn málsins í alla nótt og að henni verður haldið áfram af fullum þunga í dag. Öryggisgæsla hefur verið hert í Manchester og víða annars staðar í Bretlandi. Vopnaðir og óvopnaðir lögreglumenn munu verða mjög sýnilegir víða, þar á meðal í samgöngukerfinu, lestum og strætisvögnum.

Hopkins sagði að þetta væri það hryllilegasta sem lögreglan í Manchester hefur þurft að takast á við. Hann vildi ekki segja til um þjóðerni árásarmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“