fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Hrakningasaga Herjólfs heldur áfram – Siglir ekki í dag eins og til stóð

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 08:21

Nýi Herjólfur. Mynd- Vegagerðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herjólfur III, hið nýja 4.3 milljarða króna skip sem nýlega kom til Vestmannaeyja eftir að hafa verið haldið í gíslingu af Skipasmíðastöðinni Crist S.A. í Póllandi, átti að sigla sína fyrstu ferð til Landeyjahafnar í dag. Af því verður ekki.

Frá þessu er greint á heimasíðu Herjólfs í dag, en þar er ekkert gefið upp um ástæður frestunarinnar á fyrstu ferð Herjólfs:

„Undanfarna daga hafa prófanir farið fram á nýju ferjunni. Megin tilgangur siglinganna milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu allar nauðsynlegar aðstæður til að hefja rekstur á nýju ferjunni. Eftir yfirferð og rýni í alla þætti hefur verið ákveðið að fresta innsetningu nýju ferjunnar í rekstur en vonir voru bundnar við að hefja rekstur á morgun, fimmtudaginn 18. júlí. Af því verður því miður ekki. Munu aðilar gefa sér tíma fram yfir helgi og má vænta frekari upplýsinga í kjölfarið.“

Samkvæmt heimildum Eyjunnar á eftir að fullþjálfa áhöfnina og framkvæma ýmsar lagfæringar á hinu nýja skipi, svo allt sé 100%.

 

Sjá einnig: Herjólfur á leið heim – Samið um lokauppgjör

Sjá einnig: Kostnaður ríkisins við Landeyjahöfn og Herjólf um 11 milljarðar

Sjá einnig: Sandur heftir för Herjólfs í um 30% tilfella – Dýpkunarframkvæmdir kostað yfir þrjá milljarða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar