fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Tryggingastofnun leiðréttir greiðslur til öryrkja í lok sumars

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 18:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggingastofnun ríkisins hefur tilkynnt að leiðrétt verði lækkun á krónu á móti krónu skerðingu í ágústlok. Þetta kemur fram í frétt á vef Öryrkjabandalagsins. Um þetta segir meðal annars í fréttinni:

„Alþingi samþykkti eins og kunnugt er, frumvarp félags og barnamálaráðherra um lækkun skerðinga bóta vegna annara tekna lífeyrisþega. Breytingin var afturvirk, og gildir frá 1. janúar 2019. Tryggingastofnun hefur nú tilkynnt að í síðustu viku ágústmánaðar, munu þeir sem rétt eiga á hækkun greiðslna vegna fyrstu átta mánaða ársins,  fá þær greiðslur.“

Tekjuviðmið breytast þannig að 65% af skattskyldum tekjum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hafa nú áhrif á útreikninginn í stað 100% áður. Aldurstengd örorkuuppbót hefur nú 50% vægi í stað 100% áður. Bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð, aðrar en aldurstengd örorkuuppbót, hafa áfram 100% vægi.“

 Öryrkjabandalagið segir enn fremur að skerðingin sé enn til staðar, bara minni en áður. Hvetur bandalagið stjórnvöld til að stíga skrefið til fulls og afnema skerðinguna að fullu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?